378. fundur

378. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 8. febrúar 2024 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti,
Magnús Magnússon, varaoddviti,
Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður,
Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður,
Elín Lilja Gunnarsdóttir, aðalmaður,
Þorgrímur Guðni Björnsson, aðalmaður,
Ingimar Sigurðsson, aðalmaður. 

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri,
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Oddviti setti fund. Gengið var til dagskrár.

1.

Byggðarráð - 1202 - 2401004F

 

Fundur haldinn 15. janúar sl. Fundargerð í 6 liðum. Formaður kynnti.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

   

2.

Byggðarráð - 1203 - 2401008F

 

Fundur haldinn 22. janúar sl. Fundargerð í 5 liðum. Formaður kynnti.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

   

3.

Byggðarráð - 1204 - 2401009F

 

Fundur haldinn 5. febrúar sl. Fundargerð í 11 liðum. Formaður kynnti.

6. dagskrárliður, verðtilboð í heildarhönnun arkitekta og landslagsarkitekta á áningar- og útsýnissvæði við Hvítserk (2401082).
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8. dagskrárliður, samningur um Umdæmisráð barnaverndar (2402004).
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

 

 

 

4.

Fræðsluráð - 243 - 2312005F

 

Fundur haldinn 25. janúar sl. Fundargerð í 6 liðum. Formaður kynnti.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

   

5.

Félagsmálaráð - 252 - 2401010F

 

Fundur haldinn 31. janúar sl. Fundargerð í 4 liðum. Oddviti kynnti.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

   

6.

Landbúnaðarráð - 207 - 2401011F

 

Fundur haldinn 7. febrúar sl. Fundargerð í 2 liðum. Formaður kynnti.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

   

7.

Veituráð - 44 - 2401012F

 

Fundur haldinn 6. febrúar sl. Fundargerð í 3 liðum. Oddviti kynnti.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

   

8.

Ungmennaráð - 75 - 2401006F

 

Fundur haldinn 30. janúar sl. Fundargerð í 4 liðum. Oddviti kynnti.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

   

9.

Stýrihópur um barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag - 1 - 2401005F

 

Fundur haldinn 30. janúar sl. Fundargerð í 3 liðum. Magnús Vignir Eðvaldsson kynnti.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

   

10.

Reglur um heimadaga grunnskólanema - 2401026

 

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir breyttar reglur um heimadaga nemenda í Grunnskóla Húnaþings vestra.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

   

11.

Endurskoðuð stefna og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi - 2312045

 

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaða stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

   

12.

Kosningar - 2401043

 

Kosning varamanns á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúa á þing SSNV í stað Friðriks Más Sigurðssonar.

 

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að varamaður á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verði Elín Lilja Gunnarsdóttir og fulltrúi á SSNV þing verði Elín Lilja Gunnarsdóttir. Varamaður á þing SSNV verður Ingimar Sigurðsson.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

   

13.

Ákvörðun um breytingu á tímasetningu og fundarstað hefðbundins sveitarstjórnarfundar marsmánaðar - 2401031

 

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Reglubundinn sveitarstjórnarfundur marsmánaðar verður haldinn þriðjudaginn 12. mars. Fundurinn verður haldinn í Riishúsi á Borðeyri.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

   

14.

Skýrsla sveitarstjóra - 2311018

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

 

   

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:59.

Var efnið á síðunni hjálplegt?