Landbúnaðarráð

217. fundur 05. mars 2025 kl. 13:00 - 13:23 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólafsdóttir formaður
  • Dagný Ragnarsdóttir varaformaður
  • Dagbjört Diljá Einþórsdóttir aðalmaður
  • Halldór Pálsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá
Ármann Pétursson, varamaður Stellu Drafnar Bjarnadóttur, boðaði forföll.

1.Úthlutun fjármagns til viðhalds heiðagirðinga 2025

Málsnúmer 2503001Vakta málsnúmer

Til úthlutunar fjármagns til viðhalds og endurnýjunar heiðagirðinga er kr. 3.500.000.


Landbúnaðarráð samþykkir eftirfarandi úthlutun til viðhalds og endurnýjunar heiðagirðinga árið 2025:
Fjallskiladeild Hrútafirði kr. 1.100.000.
Fjallskiladeild Miðfirðinga kr. 1.200.000.
Fjallskiladeild Víðdælinga kr. 1.200.000.

Landbúnaðarráð leggur til að taxti við vinnu við heiðagirðingar á árinu 2025 verði eftirfarandi:
Verktakagreiðsla kr. 3.865 pr. klukkustund, taxti fyrir fjórhjól verði kr. 3.865 pr. klukkustund og taxti fyrir sexhjól verði kr. 4.075 pr. klukkustund. Ofan á þessa taxta leggst 24% virðisaukaskattur. Akstur verður greiddur samkvæmt taxta ríkisins.

Landbúnaðarráð minnir á mikilvægi þess að fjallskilastjórnir haldi kostnaði vegna heiðagirðinga innan fjárhagsheimilda. Jafnframt er minnt á að samkvæmt reglum vegna styrkja til fjallskiladeilda skal öllum reikningum skilað fyrir 31. október nk.

2.Styrkvegir 2025

Málsnúmer 2503002Vakta málsnúmer

Kallað hefur verið eftir upplýsingum frá fjallskiladeildum vegna undirbúnings umsóknar Húnaþings vestra í styrkvegapott Vegagerðarinnar árið 2025, sjá 1. dagskrárlið 216. fundar landbúnaðarráðs þann 12. febrúar sl.

Sveitarstjóra er falið að vinna að umsókn í samráði við fjallskilastjórnirnar.

3.Minkaveiði 2025

Málsnúmer 2503003Vakta málsnúmer

Samþykkt að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir veiðimönnum í minkaveiði sumarið 2025 og vera í sambandi við formenn veiðifélaga sveitarfélagsins vegna framkvæmdar veiðanna.

Fundi slitið - kl. 13:23.

Var efnið á síðunni hjálplegt?