- Stjórnsýsla
- Stjórnkerfi
- Reglugerðir og samþykktir
- Atvinnu- og nýsköpunarsjóður
- Stjórnir og ráð
- Byggðarráð
- Skipulags- og umhverfisráð
- Félagsmálaráð
- Fræðsluráð
- Landbúnaðarráð
- Fundargerðir
- Ungmennaráð
- Fjallskilastjórnir
- Kjörstjórn
- Erindisbréf
- Veituráð
- Öldungaráð Húnaþings vestra
- Eldri fundargerðir
- Sveitastjórn - eldra
- Byggðarráð - eldra
- Félagsmálaráð - eldra
- Fræðsluráð - eldra
- Landbúnaðarráð - eldra
- Menningar-og-tómstundaráð - eldra
- Skipulags- og umhverfisráð - eldra
- Forvarnahópur - eldra
- Ungmennaráð - eldra
- Samstarfsnefndar um sameiningu - eldra
- Aðrar fundargerðir - eldra
- Afgreiðslufundir Byggingarfulltrúa - eldra
- Fjármál
- Svið og mannauður
- Útgefið efni
- Leigufélagið Bústaður hses.
- Þjónusta
- Velferð & fjölskylda
- Íþróttir & tómstundir
- Menntun og fræðsla
- Söfn og menning
- Skipulags- og byggingarmál
- Þjónustumiðstöð, veitur og höfn
- Samgöngur og öryggi
- Umhverfismál
- Mannlíf
- Laus störf
- Vatnsveita
- Ertu að flytja í Húnaþing vestra
- Eyðublöð
- Gjaldskrár
- Persónuverndarstefna
- Veituráð
- Covid-19 spurt & svarað
- Covid-19 Questions and answers
- ÁHUGAVERT
- Atvinnu- og nýsköpunarsjóður
- 26. september 2022
- 3. október 2022
- 11. október 2022
- 17. október 2022
- 24. október 2022
- 31. október 2022
- 7. nóvember 2022
- 14. nóvember 2022
- 21. nóvember 2022
- 28. nóvember 2022
- 5. desember 2022
- 19. desember 2022
- 23. desember 2022
- 30. desember 2022
- 16. janúar 2023
- 23. janúar 2023
- 30. janúar 2023
- 6. febrúar 2023
- Sigríður Ólafsdóttir
- Elín Lilja Gunnarsdóttir
- - Fótur
- 13. febrúar 2023
- Magnús Vignir Eðvaldsson
- Þorgrímur Guðni Björnsson
- Þorleifur Karl Eggertsson
- Magnús Magnússon
- 20. febrúar 2023
- 27. febrúar 2023
- 6. mars 2023
- 20. mars 2023
- 27. mars 2023
- 3. apríl 2023
- 11. apríl 2023
- 26. apríl 2023
- 1. maí 2023
- 8. maí 2023
- 15. maí 2023
- 22. maí 2023
- Ávarp í leikskrá Meistaraflokks Kormáks-Hvatar 2023
- Inngangur í Húna 2022
- 29. maí 2023
- 5. júní 2023
- 12. júní 2023
- 28. ágúst 2023
- 4. september 2023
- 11. september 2023
- 25. september 2023
- 2. október 2023
- 9. október 2023
- 16. október 2023
- 23. október 2023
- 6. nóvember 2023
- 13. nóvember 2023
- 20. nóvember 2023
- 27. nóvember 2023
- 22. desember 2023
- Ingimar Sigurðsson
- 15. janúar 2024
- 22. janúar 2024
- 29. janúar 2024
- Listi yfir gjafir
- 12. febrúar 2024
- 19. febrúar 2024
- 26. febrúar 2024
- 4. mars 2024
- 18. mars 2024
- 27. mars 2024
- 15. apríl 2024
- 22. apríl 2024
- 21. maí 2024
- 27. maí 2024
- Viktor Ingi Jónsson
- 3. júní 2024
- Styrkþegar Húnasjóðs frá 2001
- Styrkþegar atvinnu- og nýsköpunarsjóðs frá 2014
- 7. október 2024
- 14. október 2024
- 21. október 2024
Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Veðurstofu Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Samgöngustofu og Minjastofnun Íslands.
Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirlitinu:
Grunnvatnsstaða við Melsnes í landi Melstaðar í Miðfirði er lág og staðsetning bensínstöðvar á þessu svæði skapar hættu á mengun vatns skv. reglugerð nr 796/1999 um varnir gegn mengun vatns m.a. gr. 5.1 og 5.2 auk lista I og II og viðauka i og II.
Auk þess að stutt er í vatnasvæði Miðfjarðarár sem er lax- og silungsveiðiá. Einnig er flóðahætta á svæðinu og hefur tíðni flóða aukist undanfarin ár.
Athugasemdir bárust í tveimur liðum frá Sigríði Klöru og Önnu Rósu Böðvarsdætrum f.h móður þeirra, Evu Thorstensen eiganda Barðs.
1) Gildandi deiliskipulag og breytingatillaga nær yfir land Barðs. Eins og fram kom í fyrri athugasemd eigenda Barðs nær eignarhald jarðarinnar inn á gildandi
deiliskipulag. Úr landamerkjaskrá 1884-1954 nr. 326, filio 176, frá 1938 má finna þessa lýsingu: austur í lestamannasíki, og
eftir því í austasta vik þess, og þaðan eftir áframhaldandi lægð til austurs, og úr enda
þeirra lægða skemmstu leið í suðurenda Lómasíkis
2) Flóðasvæði í Melsnesi. Svæðið í Melsnesi sem deiliskipulagið nær yfir er vel þekkt flóðasvæði af heimamönnum. Fjölmörg dæmi eru um flóð í nesinu á síðustu 100 árum og hafa fæst þeirra ratað í fjölmiðla. Nýjasta dæmið er frá 13. febrúar í vetur. Mest bar á flóðinu norðan við Miðfjarðarábrú vegna krapastíflu sem myndaðist við hólmann á Saurum þ.a.nesið fylltist þeim megin af vatni. Mikill jöklaburður tók niður t.a.m. alla staura í girðingu á Barði á um 150 m kafla meðfram vegslóða í nesinu sem er samsíða eystri jaðri á uppdrætti af
nýju bílaplani, auk þess sem staurar voru víðar brotnir í sömu girðingu. Vegagerðin gaf út að aðeins önnur akrein á þjóðvegi 1 var fær á þessum tíma vegna flóða. Vatnið náði vel upp á Orkuskiltið sunnan við þjóðveg. Svipaða sögu er að segja sunnan við þjóðveg, þar sem deiliskipulagið nær. Veturinn á undan náði jakaburðurinn vel upp á það svæði sem gildandi deiliskipulag nær yfir og vel upp fyrir reitinn sem nú er til umsagnar. Ljóst er að jöklaburður sem fylgir slíkum flóðum á auðvelt með að ryðja niður þau mannvirki sem á vegi verða auk þess sem meiriháttar mengunarhætta er af starfsemi sem deiliskipulagið nær yfir þegar slíkt flóð ríður yfir.
Athugasemdir frá Stjórn Veiðifélags Miðfirðinga:
Stjórnarmenn eru sammála um að þessi staðsetning væri ekki hentug sökum nálægðar við Miðfjarðará, hafa menn miklar áhyggjur af mengum frá þessari starfsemi svo er mikil flóðahætta á þessu svæði eins og dæmin sanna margoft undanfarna áratugi nú síðast í vetur þar sem þetta svæði var allt á floti og vera með eldsneytistanka í jörð þar sem allt getur verið umflotið vatni er ekki spennandi kostur. Stjórnin var sammála um að þetta svæði sunnan vegar í Melsnesi eigi alls ekki að nýta undir slíka starfsemi.
Afgreiðsla nefndarinnar:
Nefndin tekur til greina þær athugasemdir og ábendingar vegna staðsetningar bensínstöðvarinnar sem gæti haft alvarleg áhrif á grunnvatnsstöðu í Melsnesi, er þetta áhyggjuefni sem þarf að taka tillit til. Miðfjarðará er þekkt sem veiðiá fyrir lax og silung, og starfsemi bensínstöðvarinnar gæti haft neikvæð áhrif á vatnasvæðið og þannig á veiðina. Það er nauðsynlegt að vernda og halda í stöðu þessa veiðimöguleika sem hafa mikinn fjölbreytileika í Miðfjarðará.
Á grundvelli þessara athugasemda er augljóst að starfsemi bensínstöðvarinnar í Melsnesi gæti haft með sér alvarlega áhættu á umhverfi, grunnvatnið, veiðiána, flóðahættu og mannvirki.
Skipulags- og umherfisárð tekur undir þær athugasemdir og ábendingar sem sent var inn á auglýstum tíma og leggur til við sveitarstjórn að hafna tillögu að breytingum á deiliskipulagi í landi Melstaðar í Miðfirði.