Skipulags- og umhverfisráð

1. fundur 05. október 2023 kl. 15:00 - 16:30 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Friðrik Már Sigurðsson formaður
  • Birkir Snær Gunnlaugsson varaformaður
  • Fríða Marý Halldórsdóttir aðalmaður
  • Óskar Már Jónsson aðalmaður
  • Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Magnusen Kristinsson skipulags- og byggingafulltrúi
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá

1.Breyting á deiliskipulagi austan Norðurbrautar (2302012)

Málsnúmer 2308057Vakta málsnúmer

Deiliskipulagið var auglýst frá 3. maí - 16. júní 2023 skv. skipulagslögum 123/2010.
Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Veðurstofu Íslands. Ábending kom frá UST og nefndin leggur til að verða við þeim ábendingum.

Athugasemdir barst frá Lindarbýli ehf. sem er í þremur liðum:
1) Við viljum benda á að fjöldi gistirýma fer alveg eftir hvernig íbúðirnar eru búnar húsgögnum, íbúðirnar voru upprunalega hannaðar fyrir fleiri gesti.
2 Eins og við bentum á í bréfi okkar dags. 23. janúar 2023, þá eru þau hús sem við höfum þegar byggt hönnuð samkvæmt núverandi skipulagi, þar sem stærð bygginga má
ekki fara yfir 100 m2, og við höfum byggt upp að því marki.
3) Viljum við biðja um byggingarreitir á lóðunum Lindarvegur 18, 20 og 22 verið stækkaðir til samræmis við byggingarreiti á öðrum lóðum sem breytingarnar ná yfir, til að liðka fyrir hugsanlegum framtíðar breytingum/stækkunum á byggingum í samræmi við nýtt skipulag.

Afgreiðsla nefndar við athugasemdum:
1) Leggur til að sett verði heildargestafjöldi fyrir VÞ10, sem er í samræmi við skipulagslög.
2) Tekur undir þá athugasemd, en misritun er í greinargerð varðandi hámarksstærð bygginga. Leiðréttist í hámarksstærð bygginga verður 120 m².
3) Samræmi skal vera í skipulaginu varðandi stækkun byggingarreita og skulu þeir allir vera með sömu stærð fyrir VÞ10.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingar á deiliskipulagi, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Breyting á deiliskipulagi Búlands

Málsnúmer 2308058Vakta málsnúmer

Deiliskipulagið var auglýst frá 3. maí - 16. júní 2023 skv. skipulagslögum 123/2010.
Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Veðurstofu Íslands. Engar athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum.

Nefndin leggur til að skipt verði upp lóð 6 í tvær lóðir, þar sem Rarik er með spennistöð á 30 m² lóð. Breytingin felst í að skipt verði upp lóð 6 í tvær lóðir 6a (Rarik) og 6b. Afmörkun lóða breytist óverulega að mörkum skipulagssvæðis.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingar á deiliskipulagi, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Breyting á deiliskipulagi í landi Melstaðar (Málsnr:2305024)

Málsnúmer 2305024Vakta málsnúmer

Deiliskipulagið var auglýst frá 7. júní - 21. júlí 2023 skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Veðurstofu Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Samgöngustofu og Minjastofnun Íslands.

Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirlitinu:
Grunnvatnsstaða við Melsnes í landi Melstaðar í Miðfirði er lág og staðsetning bensínstöðvar á þessu svæði skapar hættu á mengun vatns skv. reglugerð nr 796/1999 um varnir gegn mengun vatns m.a. gr. 5.1 og 5.2 auk lista I og II og viðauka i og II.
Auk þess að stutt er í vatnasvæði Miðfjarðarár sem er lax- og silungsveiðiá. Einnig er flóðahætta á svæðinu og hefur tíðni flóða aukist undanfarin ár.

Athugasemdir bárust í tveimur liðum frá Sigríði Klöru og Önnu Rósu Böðvarsdætrum f.h móður þeirra, Evu Thorstensen eiganda Barðs.
1) Gildandi deiliskipulag og breytingatillaga nær yfir land Barðs. Eins og fram kom í fyrri athugasemd eigenda Barðs nær eignarhald jarðarinnar inn á gildandi
deiliskipulag. Úr landamerkjaskrá 1884-1954 nr. 326, filio 176, frá 1938 má finna þessa lýsingu: austur í lestamannasíki, og
eftir því í austasta vik þess, og þaðan eftir áframhaldandi lægð til austurs, og úr enda
þeirra lægða skemmstu leið í suðurenda Lómasíkis
2) Flóðasvæði í Melsnesi. Svæðið í Melsnesi sem deiliskipulagið nær yfir er vel þekkt flóðasvæði af heimamönnum. Fjölmörg dæmi eru um flóð í nesinu á síðustu 100 árum og hafa fæst þeirra ratað í fjölmiðla. Nýjasta dæmið er frá 13. febrúar í vetur. Mest bar á flóðinu norðan við Miðfjarðarábrú vegna krapastíflu sem myndaðist við hólmann á Saurum þ.a.nesið fylltist þeim megin af vatni. Mikill jöklaburður tók niður t.a.m. alla staura í girðingu á Barði á um 150 m kafla meðfram vegslóða í nesinu sem er samsíða eystri jaðri á uppdrætti af
nýju bílaplani, auk þess sem staurar voru víðar brotnir í sömu girðingu. Vegagerðin gaf út að aðeins önnur akrein á þjóðvegi 1 var fær á þessum tíma vegna flóða. Vatnið náði vel upp á Orkuskiltið sunnan við þjóðveg. Svipaða sögu er að segja sunnan við þjóðveg, þar sem deiliskipulagið nær. Veturinn á undan náði jakaburðurinn vel upp á það svæði sem gildandi deiliskipulag nær yfir og vel upp fyrir reitinn sem nú er til umsagnar. Ljóst er að jöklaburður sem fylgir slíkum flóðum á auðvelt með að ryðja niður þau mannvirki sem á vegi verða auk þess sem meiriháttar mengunarhætta er af starfsemi sem deiliskipulagið nær yfir þegar slíkt flóð ríður yfir.

Athugasemdir frá Stjórn Veiðifélags Miðfirðinga:
Stjórnarmenn eru sammála um að þessi staðsetning væri ekki hentug sökum nálægðar við Miðfjarðará, hafa menn miklar áhyggjur af mengum frá þessari starfsemi svo er mikil flóðahætta á þessu svæði eins og dæmin sanna margoft undanfarna áratugi nú síðast í vetur þar sem þetta svæði var allt á floti og vera með eldsneytistanka í jörð þar sem allt getur verið umflotið vatni er ekki spennandi kostur. Stjórnin var sammála um að þetta svæði sunnan vegar í Melsnesi eigi alls ekki að nýta undir slíka starfsemi.

Afgreiðsla nefndarinnar:
Nefndin tekur til greina þær athugasemdir og ábendingar vegna staðsetningar bensínstöðvarinnar sem gæti haft alvarleg áhrif á grunnvatnsstöðu í Melsnesi, er þetta áhyggjuefni sem þarf að taka tillit til. Miðfjarðará er þekkt sem veiðiá fyrir lax og silung, og starfsemi bensínstöðvarinnar gæti haft neikvæð áhrif á vatnasvæðið og þannig á veiðina. Það er nauðsynlegt að vernda og halda í stöðu þessa veiðimöguleika sem hafa mikinn fjölbreytileika í Miðfjarðará.

Á grundvelli þessara athugasemda er augljóst að starfsemi bensínstöðvarinnar í Melsnesi gæti haft með sér alvarlega áhættu á umhverfi, grunnvatnið, veiðiána, flóðahættu og mannvirki.
Skipulags- og umherfisárð tekur undir þær athugasemdir og ábendingar sem sent var inn á auglýstum tíma og leggur til við sveitarstjórn að hafna tillögu að breytingum á deiliskipulagi í landi Melstaðar í Miðfirði.

4.Gilsstaðir, Akurbrekka og Þóroddsstaðir, umsókn um afmörkun jarða.

Málsnúmer 2309093Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja afmörkun jarðar.

5.Lyngholt, umsókn um stofnun lóðar.

Málsnúmer 2309086Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar.

6.Kynning Innviðaráðuneytisins á hvítbók um skipulagsmál ásamt umhverfismatsskýrslu.

Málsnúmer 2309074Vakta málsnúmer

Húnaþing vestra þakkar fyrir það tækifæri að veita umsögn um málið og fagnar samráði sem hefur átt sér stað við undirbúning Hvítbókar um skipulagsmál.
Samfélagið og umhverfið breytist stöðugt. Stefnur hins opinbera þurfa að endurspegla þessar breytingar. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með árangrinum og endurskoða þær þegar þörf krefur, svo að þær séu hagnýtar fyrir samfélagið. Einnig er nauðsynlegt að skoða samspil á stefnum, svo að þær nýtist hverri annarri. Byggðaáætlun, samgönguáætlun, landskipulagsstefna og húsnæðisstefna þurfa að vera samræmdar. Dæmi um slíkt samspil er hvernig samgönguáætlunin getur skapað grunn fyrir framkvæmd landskipulagsstefnu o.s.frv. Sveitarfélög bera ábyrgð á skipulagi og áhrifum framkvæmda innan þeirra skipulagssvæða. Svipting á skipulagsvaldi sveitarfélaga í tengslum við verndar- og orkunýtingaráætlun getur haft umtalsverð áhrif á sveitarfélagið. Því er nauðsynlegt að skilyrði fyrir samræmi séu skilgreind í aðalskipulagi sveitarfélaga. Þessar ályktanir draga fram nauðsyn þess að skipulagsvald, ábyrgð, samræmi og áhrifamat séu grundvöllur í framkvæmd og að skipulag sveitarfélaga sé varanlegt og skiljanlegt.
Skipulagsvald sveitarfélaga er nauðsynlegt til að stuðla að sjálfstæði og ábyrgð í ákvarðanatöku sem snertir umhverfi og auðlindir. Samhengi og samræmi í byggðaáætlun, samgönguáætlun, landskipulagsstefnu, húsnæðisstefnu og öðrum stefnum um málefni sveitarfélaga eru nauðsynlegir þættir í skipulagi. Samstarf eða samráð við sveitarfélög við aðkomu að nýtingu haf- og strandsvæða og skipulagsáætlum. Á hafsvæðum utan strandsvæða er nauðsynlegt að skýra stefnumörkun fyrir ákvarðanir um staðbundna nýtingu og náttúruvernd. Hér þarf að taka tillit til sjálfbærni, þar sem umhverfisáhrif nýtingar geta haft langvarandi afleiðingar. Hugtakið búsetufrelsi þverar margar þjónustugreinar, þar á meðal heilbrigðisþjónustu, skólastarf og aðra lögbundna þjónustu fyrir íbúa. Skilgreina þarf hvað þetta hugtak í þýðir í raun. Sérstaklega þar sem það getur falið í sér mikla fjölgun íbúa sem margir búa "óstaðsettir í hús" m.a. búsetu í frístundahúsum. Einnig þarf að skilgreina hvernig hægt er að vernda fólk og eignir fyrir flóðum eða jarðskjálftum. Nauðsynlegt að skilgreina stefnur og aðgerðir sem draga úr þessum hættum. Mikilvægt er að endurskoða hvernig skógrækt gengur inn í landbúnaðarflokkinn og setja skýrari línur svo ekki verði ósamræmi í nýtingu á ræktunarlandi. Hugsanlegar leiðir gætu verið að skilgreina minniháttar skógrækt eða skjólbelti sem bæta ræktunarmöguleika og hagnýtari nýtingu lands t.d. í hefðbundnum landbúnaði.
Nauðsynlegt er að byggja upp samgöngukerfi sem er hagkvæmt, öruggt og umhverfisvænt Það getur stuðlað að betri líðan íbúa og styrkara hagkerfi sem hefur áhrif á þéttbýlisþróunina.
Nauðsynlegt að styrkja sveitarfélög, veita þeim þau tækifæri til að þróast og halda áfram að blómstra. Þetta getur m.a. falið í sér fjölbreytta búsetumöguleika. Öflugt atvinnulíf bæði innan og milli landshluta er nauðsynlegt viðgangi og eflingu byggða. Í því samhengi er uppbygging öruggra og skilvirkra samgönguinnviða er afar brýnt til að auka fjölbreytileika og leggja áherslu á að fjölga óstaðbundnum störfum. Með slíkri uppbyggingu má fjölga atvinnutækifærum og bæta lífsgæði íbúa.
Samræmi og samstarf eru því lykilatriði í þróun byggja á sjálfbærri byggðar- og landnotkun. Markmiðin í skipulagi byggðar og landnotkunar er grunnurinn að sjálfbærni og lifandi sveitarfélögum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi umsögn verði komið á framfæri.

7.Höfðabraut 32, afmörkun lóðar.

Málsnúmer 2310008Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar.

8.Skarfshóll, umsókn um stofnun lóðar.

Málsnúmer 2310014Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar með fyrirvara um samþykki eiganda aðliggjandi jarða.

9.Ytri-Vellir, umsókn um stofnun lóðar fyrir dæluhús.

Málsnúmer 2310015Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar.

10.Brekkugata 4, umsókn um byggingarheimild.

Málsnúmer 2310026Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarheimildina þar sem að grenndarkynning fór fram þann 27.03.2023 og engar athugasemdir bárust og fyrirliggur jákvæð umsögn frá Minjastofnun. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?