Breyting á deiliskipulagi austan Norðurbrautar (2302012)

Málsnúmer 2308057

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 1. fundur - 05.10.2023

Deiliskipulagið var auglýst frá 3. maí - 16. júní 2023 skv. skipulagslögum 123/2010.
Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Veðurstofu Íslands. Ábending kom frá UST og nefndin leggur til að verða við þeim ábendingum.

Athugasemdir barst frá Lindarbýli ehf. sem er í þremur liðum:
1) Við viljum benda á að fjöldi gistirýma fer alveg eftir hvernig íbúðirnar eru búnar húsgögnum, íbúðirnar voru upprunalega hannaðar fyrir fleiri gesti.
2 Eins og við bentum á í bréfi okkar dags. 23. janúar 2023, þá eru þau hús sem við höfum þegar byggt hönnuð samkvæmt núverandi skipulagi, þar sem stærð bygginga má
ekki fara yfir 100 m2, og við höfum byggt upp að því marki.
3) Viljum við biðja um byggingarreitir á lóðunum Lindarvegur 18, 20 og 22 verið stækkaðir til samræmis við byggingarreiti á öðrum lóðum sem breytingarnar ná yfir, til að liðka fyrir hugsanlegum framtíðar breytingum/stækkunum á byggingum í samræmi við nýtt skipulag.

Afgreiðsla nefndar við athugasemdum:
1) Leggur til að sett verði heildargestafjöldi fyrir VÞ10, sem er í samræmi við skipulagslög.
2) Tekur undir þá athugasemd, en misritun er í greinargerð varðandi hámarksstærð bygginga. Leiðréttist í hámarksstærð bygginga verður 120 m².
3) Samræmi skal vera í skipulaginu varðandi stækkun byggingarreita og skulu þeir allir vera með sömu stærð fyrir VÞ10.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingar á deiliskipulagi, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Var efnið á síðunni hjálplegt?