Breyting á deiliskipulagi Búlands

Málsnúmer 2308058

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 1. fundur - 05.10.2023

Deiliskipulagið var auglýst frá 3. maí - 16. júní 2023 skv. skipulagslögum 123/2010.
Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Veðurstofu Íslands. Engar athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum.

Nefndin leggur til að skipt verði upp lóð 6 í tvær lóðir, þar sem Rarik er með spennistöð á 30 m² lóð. Breytingin felst í að skipt verði upp lóð 6 í tvær lóðir 6a (Rarik) og 6b. Afmörkun lóða breytist óverulega að mörkum skipulagssvæðis.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingar á deiliskipulagi, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Var efnið á síðunni hjálplegt?