Niðurstaða útboðs sorphirðu 2023.

Málsnúmer 2308016

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1190. fundur - 25.09.2023

Bætt á dagskrá.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við ráðgjafa vegna útboðs á sorphirðu og meðhöndlun úrgangs. Tvö tilboð bárust í verkið frá Terra umhverfisþjónustu og Íslenska gámafélaginu.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Byggðarráð samþykkir að hafnar verði samningsviðræður við lægstbjóðanda, Terra umhverfisþjónustu hf., á grundvelli 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?