Niðurstöður Umhverfisdags leik-, grunn og tónlistarskóla

Málsnúmer 2309080

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1191. fundur - 02.10.2023

Byggðarráð þakkar nemendum Grunnskóla Húnaþings vestra frumkvæðið að umhverfisdeginum. Afrakstur dagsins er ekki bara fallegra umhverfi heldur fjöldi tillagna frá unga fólkinu í sveitarfélaginu. Snúa tillögurnar að því hvernig við getum gert betur í umhverfismálum og viðfangsefnum þeim tengdum en ekki síður hvernig við getum þjónustað unga fólkið í sveitarfélaginu betur. Einhverjar tillagnanna eru þegar í vinnslu, aðrar krefjast nokkurs undirbúnings en allar eru þær mikilvægar. Sveitarstjóra er falið að funda með fulltrúum nemenda grunnskólans til að fá frekari upplýsingar og til að upplýsa um stöðu mála.
Var efnið á síðunni hjálplegt?