Hvammstangakirkjugarður

Málsnúmer 2311020

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 363. fundur - 07.12.2023

Umsókn sóknarnefndar Hvammstangasóknar um mögulega stækkun Hvammstangakirkjugarðs til norðurs. Á móti kæmi landspilda sem gert var ráð fyrir að færi undir stækkaðan kirkjugarð til vesturs samkvæmt gildandi deiliskipulagi, myndi áfram nýtast sem útivistarsvæði eins og verið hefur.
Í gildandi deiliskipulagi fyrir Kirkjuhvamm á Hvammstanga er gert ráð fyrir stækkun Kirkjuhvammskirkjugarðs til vesturs frá núverandi vesturlínu garðsins. Byggðasafn Skagfirðinga vann fornleifaskráningu í Kirkjuhvammi og voru skráðar alls 27 minjar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn um breytingar á Hvammstangakirkjugarði til norðurs með óverulegum breytingum á deiliskipulagi samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslögum nr. 123/2010. Grenndarkynna þarf breytinguna fyrir hagsmunaðaðilum sem eru rekstraraðilar tjaldsvæðis. Leita skal umsagnar Minjavarðar Norðurlands vestra vegna minja sem er innan þess svæðis sem snýr að fyrirhuguðum breytingum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?