Skipulags- og umhverfisráð

363. fundur 07. desember 2023 kl. 15:00 - 17:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Friðrik Már Sigurðsson formaður
  • Fríða Marý Halldórsdóttir aðalmaður
  • Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir aðalmaður
  • Valdimar H. Gunnlaugsson varamaður
Starfsmenn
  • Bogi Magnusen Kristinsson skipulags- og byggingafulltrúi
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá

1.Hvammstangakirkjugarður

Málsnúmer 2311020Vakta málsnúmer

Í gildandi deiliskipulagi fyrir Kirkjuhvamm á Hvammstanga er gert ráð fyrir stækkun Kirkjuhvammskirkjugarðs til vesturs frá núverandi vesturlínu garðsins. Byggðasafn Skagfirðinga vann fornleifaskráningu í Kirkjuhvammi og voru skráðar alls 27 minjar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn um breytingar á Hvammstangakirkjugarði til norðurs með óverulegum breytingum á deiliskipulagi samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslögum nr. 123/2010. Grenndarkynna þarf breytinguna fyrir hagsmunaðaðilum sem eru rekstraraðilar tjaldsvæðis. Leita skal umsagnar Minjavarðar Norðurlands vestra vegna minja sem er innan þess svæðis sem snýr að fyrirhuguðum breytingum.

2.Laugarbakki Höfði, afmörkun lands.

Málsnúmer 2311007Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppfærður uppdráttur af Laugabakka-Höfði, sem unnin er af Káraborg ehf. dags. 05.10.2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja afmörkun Laugabakka-Höfða og staðfang, sem er í samræmi við þinglýst gögn og undirrituð af eigendum Syðri-Reykja.

3.Laugabakki-Reykjahöfði

Málsnúmer 2309009Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og nýtt staðfang.

4.Skrúðvangur, kynning á uppbyggingu.

Málsnúmer 2312006Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð tekur vel í þá fyrirhuguðu uppbyggingu sem er áætluð í og við Skrúðvang og er í samræmi við skipulagsáætlun fyrir svæðið. Tillaga að stækkun lóðar skarast við aðliggjandi lóð Reykjahöfða, sem hefur verið úthlutað til gróðrarstöðvar á byggðaráðsfundi 11. september 2023.

5.Ás, afmörkun lóðar.

Málsnúmer 2312009Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja afmörkun lóðar samkvæmt hnitsettu lóðarblaði.

6.Hvammstangabraut 41, afmörkun lóðar.

Málsnúmer 2312010Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja afmörkun og leiðrétt stærð lóðar samkvæmt hnitsettu lóðarblaði.

7.Hvammstangabraut 39, afmörkun lóðar.

Málsnúmer 2312011Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja afmörkun og leiðrétt stærð lóðar samkvæmt hnitsettu lóðarblaði.

8.Staðarskáli, umsókn um byggingarheimild.

Málsnúmer 2311058Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarheimildina.

9.Reykjarskóli, umsókn um stöðuleyfi.

Málsnúmer 2311014Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila stöðuleyfið.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?