Laugarbakki Höfði, afmörkun lands.

Málsnúmer 2311007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 362. fundur - 01.11.2023

Húnaþing vestra, sækir um að stofna 24,2 ha land úr landi Syðri-Reykja L144151 samkvæmt uppdrætti gerðum af Káraborg ehf. dagsettum þann 5. október 2023. Landið fær staðfangið Reykjahöfði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og nýtt staðfang með fyrirvara um undirritun aðliggjandi landeiganda.

Skipulags- og umhverfisráð - 363. fundur - 07.12.2023

Málið var á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 1. nóvember 2023. Leiðrétt skal í bókun fundargerðar á staðfangi Reykjahöfði á 24.2 ha landi úr Syðri-Reykja L144151. Rétt staðfang er Laugabakki-Höfði.
Fyrir liggur uppfærður uppdráttur af Laugabakka-Höfði, sem unnin er af Káraborg ehf. dags. 05.10.2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja afmörkun Laugabakka-Höfða og staðfang, sem er í samræmi við þinglýst gögn og undirrituð af eigendum Syðri-Reykja.
Var efnið á síðunni hjálplegt?