Skipulags- og umhverfisráð

362. fundur 01. nóvember 2023 kl. 15:00 - 15:40 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Friðrik Már Sigurðsson formaður
  • Birkir Snær Gunnlaugsson varaformaður
  • Fríða Marý Halldórsdóttir aðalmaður
  • Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir aðalmaður
  • Valdimar H. Gunnlaugsson varamaður
Starfsmenn
  • Bogi Magnusen Kristinsson skipulags- og byggingafulltrúi
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá

1.Holtavörðuheiðarlína 3, umsagnarbeiðni á matsáætlun.

Málsnúmer 2310049Vakta málsnúmer

Mikilvægt er að forsendur sem koma að lagningu Holtavörðuheiðarlínu 3, er hvernig hún tengist byggðalínu og orkuafhendingu í landinu. Lagt er til að tengja háspennulínu og umhverfismati sem gerir grein fyrir þörfina á að halda núverandi línu í notkun og tilgangi hennar ásamt endurbótum sem gætu verið nauðsynlegar vegna aldurs hennar.
Í ljósi þess að jarðstrengir spila mikilvægt hlutverki í orkuflutningi, er nauðsynlegt að móta umhverfismatsskýrslu sem gagnast öllum hagsmunaaðilum og tekur tillit til umhverfisáhrifa.

Nefndin leggur til að í umhverfismatsskýrslu, sé gerð grein með rökum hvernig valkostirnir gætu haft áhrif á óbyggðina og hvernig það tengist verndarmarkmiðum um óbyggð víðerni landsins.

Nefndin leggur til að umhverfismatsskýrsla verði rökstutt og ítarlega gerð grein fyrir hvaða umhverfis- og samfélagslegir þættir vega þyngst við val á aðalvalkosti og hvernig mótvægisaðgerðir sem koma til greina munu draga úr neikvæðum áhrifum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi umsögn verði komið á framfæri.

2.Ytri-Reykir, umsókn um stofnun lóðar fyrir safntank vatnsveitu.

Málsnúmer 2310079Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og nýtt staðfang með fyrirvara um undirritun umsækjanda og aðliggjandi landeiganda.

3.Hvoll lóð 8, umsókn um niðurrif.

Málsnúmer 2311009Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja niðurrif á sumarhúsi F2243381 með fyrirvara um skriflega undirritun umsækjanda á umsókn.
BMK vék af fundi undir þessum lið.

4.Smáragil, umsókn um stofnun lóðar.

Málsnúmer 2311008Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og nýtt staðfang.

5.Laugarbakki Höfði, afmörkun lands.

Málsnúmer 2311007Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og nýtt staðfang með fyrirvara um undirritun aðliggjandi landeiganda.

6.Skrúðvangur, afmörkun lóðar.

Málsnúmer 2310059Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja afmörkun lóðar samkvæmt þinglýstum gögnum og nýtt staðfang.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?