Vinnslueftirlit Hitaveitu Húnaþings vestra

Málsnúmer 2311029

Vakta málsnúmer

Veituráð - 44. fundur - 06.02.2024

Lögð fram til kynningar skýrsla ÍSOR með niðurstöðum vinnslueftirlits Hitaveitu Húnaþings vestra fyrir árið 2022. Í skýrslunni er farið yfir efnainnihald vatns úr þeim borholum sem nýttar eru til húshitunar í sveitarfélaginu ásamt rennsli þeirra. Engar teljandi breytingar eru á efnainnihaldi frá fyrri greiningum en nokkur aukning er á notkun vatns frá Laugarbakka og Reykjum í Hrútafirði en samdráttur í notkun á Borðeyri. Borholur sem notaðar eru standa undir notkun.
Var efnið á síðunni hjálplegt?