Veituráð

44. fundur 06. febrúar 2024 kl. 16:00 - 17:20 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gunnar Þorgeirsson formaður
  • Gunnar Örn Jakobsson varaformaður
  • Sigurbjörg Jóhannesdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Þorbergur Guðmundsson leiðtogi veitna
Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Vinnslueftirlit Hitaveitu Húnaþings vestra

Málsnúmer 2311029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla ÍSOR með niðurstöðum vinnslueftirlits Hitaveitu Húnaþings vestra fyrir árið 2022. Í skýrslunni er farið yfir efnainnihald vatns úr þeim borholum sem nýttar eru til húshitunar í sveitarfélaginu ásamt rennsli þeirra. Engar teljandi breytingar eru á efnainnihaldi frá fyrri greiningum en nokkur aukning er á notkun vatns frá Laugarbakka og Reykjum í Hrútafirði en samdráttur í notkun á Borðeyri. Borholur sem notaðar eru standa undir notkun.

2.Vatnslögn frá Hvammstanga að Laugarbakka 2023

Málsnúmer 2305030Vakta málsnúmer

Þorbegur Guðmundsson leiðtogi veitna fer yfir framkvæmd við lagningu vatnslagnar frá Hvammstanga til Laugarbakka til upplýsingar fyrir ráðið.

3.Endurnýjun hitaveitulagna Höfðabraut 2024

Málsnúmer 2401093Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboðsgögn vegna framkvæmda við endurnýjun hitaveitulagna á Hvammstanga sumarið 2024. Veituráð gerir ekki athugasemdir við drögin.

Fundi slitið - kl. 17:20.

Var efnið á síðunni hjálplegt?