Endurnýjun hitaveitulagna Höfðabraut 2024

Málsnúmer 2401093

Vakta málsnúmer

Veituráð - 44. fundur - 06.02.2024

Lögð fram tilboðsgögn vegna framkvæmda við endurnýjun hitaveitulagna á Hvammstanga sumarið 2024. Veituráð gerir ekki athugasemdir við drögin.

Byggðarráð - 1212. fundur - 29.04.2024

Lagt fram minnisblað frá rekstarstjóra vegna endurnýjunar hitaveitulagna á Hvammstanga sumarið 2024. Tveir verktakar tóku þátt í verðfyrirspurn. Niðurstaðan var sú að Gunnlaugur Agnar Sigurðsson bauð lægst, kr. 27.618.794.- sem var nokkru yfir kostnaðaráætlun. Gengið var til samninga við Gunnlaug Agnar og liggur fyrir uppfærð verk- og kostnaðaráætlun þar sem hluti verks hefur verið færður á þjónustumiðstöð. Heildarkostnaður eftir uppfærslu er kr. 20.985.400 sem er engu að síður hærra en fjárhagsáætlun heimilar, eða sem nemur kr. 2.500.000. Framkvæmdin eykur afhendingaröryggi Hitaveitunnar á Hvammstanga og því metin mjög brýn. Byggðarráð samþykkir uppfærða verk- og kostnaðaráætlun og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra að undirbúa gerð viðauka vegna verksins í samræmi við kostnaðarauka.
Var efnið á síðunni hjálplegt?