Staða framkvæmda við vatnslögn að Laugarbakka.

Málsnúmer 2305030

Vakta málsnúmer

Veituráð - 43. fundur - 15.09.2023

Þorbergur Guðmundsson fór yfir stöðu framkvæmda við vatnslögn að Laugarbakka. Framkvæmdir ganga almennt vel.

Veituráð - 43. fundur - 15.09.2023

Borist hafa beiðnir frá landeigendum á lagnaleið vatnslagnar að Laugarbakka um tengingar inn á lögnina. Veituráð samþykkir tengingar lögbýla við vatnslögnina þar sem aðstæður leyfa. Tenging fari fram með þeim hætti að settir verði upp brunnar með flotlokum í eigu Vatnsveitu Húnaþings vestra sem starfsmenn veitnanna hafa óheft aðgengi að og annast viðhald á. Lagning lagna frá brunni heim að húsi verði á ábyrgð og kostnað landeiganda. Greidd verði heimæðargjöld í samræmi við gjaldskrá Vatnsveitu Húnaþings vestra.

Veituráð - 44. fundur - 06.02.2024

Þorbegur Guðmundsson leiðtogi veitna fer yfir framkvæmd við lagningu vatnslagnar frá Hvammstanga til Laugarbakka til upplýsingar fyrir ráðið.
Var efnið á síðunni hjálplegt?