Veituráð

43. fundur 15. september 2023 kl. 16:00 - 17:45 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gunnar Þorgeirsson formaður
  • Gunnar Örn Jakobsson varaformaður
  • Ármann Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Þorbergur Guðmundsson leiðtogi veitna sat fundinn.

1.Staða framkvæmda við vatnslögn að Laugarbakka.

Málsnúmer 2305030Vakta málsnúmer

Þorbergur Guðmundsson fór yfir stöðu framkvæmda við vatnslögn að Laugarbakka. Framkvæmdir ganga almennt vel.

2.Tengingar við nýja vatnslögn að Laugarbakka.

Málsnúmer 2305030Vakta málsnúmer

Borist hafa beiðnir frá landeigendum á lagnaleið vatnslagnar að Laugarbakka um tengingar inn á lögnina. Veituráð samþykkir tengingar lögbýla við vatnslögnina þar sem aðstæður leyfa. Tenging fari fram með þeim hætti að settir verði upp brunnar með flotlokum í eigu Vatnsveitu Húnaþings vestra sem starfsmenn veitnanna hafa óheft aðgengi að og annast viðhald á. Lagning lagna frá brunni heim að húsi verði á ábyrgð og kostnað landeiganda. Greidd verði heimæðargjöld í samræmi við gjaldskrá Vatnsveitu Húnaþings vestra.

3.Gjaldskrá vatnsveitu

Málsnúmer 2308025Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir samanburð gjaldskráa nokkurra vatnsveitna. Ljóst er að notkunargjald stórnotenda Vatnsveitu Húnaþings vestra er umtalsvert lægra en þekkist víða annarsstaðar. Veituráð beinir því til sveitarstjórnar að rúmmetragjald til stórnotenda verði hækkað umfram verðlagshækkanir í gjaldskrá ársins 2024. Jafnframt beinir veituráð því til sveitarstjórnar að undirbúin verði gjalddtaka fyrir notkun vatns til allra annarra nota en heimilisnota í samræmi við 7. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004.

4.Útboð framkvæmda við hitaveitu á Hvammstanga 2023

Málsnúmer 2309092Vakta málsnúmer

Þorbergur Guðmundsson fór yfir þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar voru í sumar. Til stóð að endurnýja lagnir við Höfðabraut. Engin tilboð bárust í verkið. Reynt verður að ráðast í verkið á næsta ári. Efni hefur þegar verið keypt.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?