Tilboð í fasteignina Lindarveg 3a

Málsnúmer 2311038

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1197. fundur - 20.11.2023

Bætt á dagskrá
Lagt fram tilboð frá Rakel Sunnu Pétursdóttur og Jóhanni Braga Guðjónssyni í fasteignina Lindarveg 3a á Hvammstanga. Hljóðar tilboðið upp á kr. 42,5 millj. með fyrirvara um fjármögnun. Byggðarráð samþykkir tilboðið. Byggðarráð veitir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra, kt. 160673-3119, fullt og ótakmarkað umboð til að selja fyrir hönd Húnaþings vestra fasteignina Lindarveg 3A, Hvammstanga, fastanr. 2511362.
Umboðið nær til þess að undirrita söluumboð, kauptilboð, kaupsamning, uppgjör, afsal, skuldabréf og öll önnur nauðsynleg skjöl vegna sölu á framangreindri eign.
Var efnið á síðunni hjálplegt?