Byggðarráð

1197. fundur 20. nóvember 2023 kl. 14:00 - 15:49 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Friðrik Már Sigurðsson varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Rekstrarstjóri kemur til fundar

Málsnúmer 2311022Vakta málsnúmer

Björn Bjarnason rekstarstjóri kom til fundar og fór yfir stöðu verkefna. Byggðarráð þakkar Birni greinargóða yfirferð.

2.Fjallskilagjald fyrir jörðinna Flatnefsstaði, úrskurður sýslumanns

Málsnúmer 2211008Vakta málsnúmer

Lagður fram úrskurður sýslumannsins á Norðurlandi vestra vegna kæru álagningar fjallskilagjalda á landverð jarðarinnar Flatnefsstaða árið 2022. Úrskurður sýslumanns er á þann veg að sveitarstjórn Húnaþings vestra hafi á grundvelli 2. máls. 42. gr. laga nr. 6/1998 verið heimilt að krefja eigendur jarðarinnar um fjallskilagjald. Hins vegar kom í ljós að grunnur útreiknings var rangur og því voru gjöldin of há. Fjallskil ársins 2022 vegna Flatnefsstaða verða endurreiknuð í samræmi við úrskurðinn og lækkuð um kr. 5.100. Byggðarráð vísar úrskurðinum til landbúnaðarráðs til yfirferðar.

3.Úthlutun almennrar leiguíbúðar, Garðavegur 18 efri hæð

Málsnúmer 2308042Vakta málsnúmer

Á 1194. fundi byggðarráðs þann 23. október sl. var íbúðinni að Garðavegi 18, efri hæð, úthlutað til Björns Bjarnasonar til eins árs frá 1. desember nk. Björn hefur nú afþakkað íbúðina. Byggðarráð samþykkir að leigja Antoni Scheel Birgissyni og Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur íbúðina að Garðavegi 18, efri hæð, til eins árs frá 1. desember nk.

4.Lindarvegur 12, umsókn um lóð

Málsnúmer 2311031Vakta málsnúmer

Hrannar Birkir Haraldsson sækir um lóðina Lindarveg 12. Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Lindarvegi 12 til Hrannars Birkis Haraldssonar.

5.Fundargerð stjórnarfundar Náttúrustofu Norðurlands vestra frá 14. nóvember 2023

Málsnúmer 2311028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð 100. fundar stjórnar SSNV, 7. nóvember 2023

Málsnúmer 2311023Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

7.Umsagnarbeiðni um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir, 71. mál. Umsagnarfrestur til 23. nóvember 2023

Málsnúmer 2311024Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Í breytingunni felst að sveitarfélögum er gert heimilt að standa fyrir stofnun félaga um tiltekna vegaframkvæmdir og rekstur með einkaaðilum eða félagasamtökum vegna uppbyggingar vega sem uppfylla ákveðin skilyrði. Málið var áður á dagskrá 1169. fundar byggðarráðs þann 6. mars 2023. Svohljóðandi var bókað:
"Ljóst er að um langt skeið hefur uppbygging samgöngumannvirkja verið stórlega vanfjármögnuð. Um land allt er brýn þörf á uppbyggingu stofn- og tengivega sem miðað við það fjármagn á samgönguáætlun er áætlað til slíkra verka, mun taka áratugi að ljúka. Húnaþing vestra hefur ekki farið varhluta af skorti á uppbyggingu vega. Þess vegna er framlagningu frumvarpsins fagnað þar sem í því eru kynntar leiðir sem stuðla eiga að tækifærum til flýtingar stærri framkæmda sem uppfylla ákveðin skilyrði. Með því losna fjármunir til annarra verka.
Þó svo að frumvarpinu sé fagnað er þó vert að undirstrika það sem tekið er fram í greinargerð að ekki sé gerð krafa um framlög sveitarfélaga til slíkra framkvæmda heldur forystu þeirra um stofnun félaga til að hraða framkvæmdum. Ekki er hlutverk sveitarfélaganna að bera kostnað af slíkum framkvæmdum heldur er það ábyrgð ríkis. Hins vegar þekkja sveitarfélögin vel hvar þörfin er brýnust og því er aðkoma þeirra að félögum sem kunna að vera stofnuð um tilteknar framkvæmdir mikilvæg. Flestir landshlutar hafa unnið staðbundnar samgönguáætlanir og er Norðurland vestra einn þeirra. Því miður hefur borið á því að þær áherslur sem lagðar eru fram í þeim áætlunum eru ekki virtar í ákvörðunum um framkvæmdir. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð áhersla á vilja heimamanna og tekur byggðarráð heilshugar undir mikilvægi þess að sá vilji sé virtur.
Brýn nauðsyn er til að leita nýrra leiða til að bæta vegi á Íslandi. Því ber að fagna framlagningu frumvarpsins sem kynnir nýja og framsækna leið til að flýta brýnum framkvæmdum á landsbyggðinni. Því styður byggðarráð Húnaþings vestra að frumvarpið nái fram að ganga."
Málið er nú lagt fyrir aftur í óbreyttri mynd. Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis samhljóða umsögn um málið.

Bætt á dagskrá

8.Tilboð í fasteignina Lindarveg 3a

Málsnúmer 2311038Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð frá Rakel Sunnu Pétursdóttur og Jóhanni Braga Guðjónssyni í fasteignina Lindarveg 3a á Hvammstanga. Hljóðar tilboðið upp á kr. 42,5 millj. með fyrirvara um fjármögnun. Byggðarráð samþykkir tilboðið. Byggðarráð veitir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra, kt. 160673-3119, fullt og ótakmarkað umboð til að selja fyrir hönd Húnaþings vestra fasteignina Lindarveg 3A, Hvammstanga, fastanr. 2511362.
Umboðið nær til þess að undirrita söluumboð, kauptilboð, kaupsamning, uppgjör, afsal, skuldabréf og öll önnur nauðsynleg skjöl vegna sölu á framangreindri eign.

Fundi slitið - kl. 15:49.

Var efnið á síðunni hjálplegt?