Fjallskilagjald fyrir jörðinna Flatnefsstaði, úrskurður sýslumanns

Málsnúmer 2211008

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1197. fundur - 20.11.2023

Lagður fram úrskurður sýslumannsins á Norðurlandi vestra vegna kæru álagningar fjallskilagjalda á landverð jarðarinnar Flatnefsstaða árið 2022. Úrskurður sýslumanns er á þann veg að sveitarstjórn Húnaþings vestra hafi á grundvelli 2. máls. 42. gr. laga nr. 6/1998 verið heimilt að krefja eigendur jarðarinnar um fjallskilagjald. Hins vegar kom í ljós að grunnur útreiknings var rangur og því voru gjöldin of há. Fjallskil ársins 2022 vegna Flatnefsstaða verða endurreiknuð í samræmi við úrskurðinn og lækkuð um kr. 5.100. Byggðarráð vísar úrskurðinum til landbúnaðarráðs til yfirferðar.

Landbúnaðarráð - 205. fundur - 06.12.2023

Lagður fram til kynningar úrskurður sýslumannsins á Norðurlandi vestra vegna kæru álagningar fjallskilagjalda á landverð jarðarinnar Flatnefsstaða árið 2022. Úrskurður sýslumanns er á þann veg að sveitarstjórn Húnaþings vestra hafi á grundvelli 2. máls. 42. gr. laga nr. 6/1998 verið heimilt að krefja eigendur jarðarinnar um fjallskilagjald. Hins vegar kom í ljós að grunnur útreiknings var rangur og því voru gjöldin of há. Fjallskil ársins 2022 vegna Flatnefsstaða verða endurreiknuð í samræmi við úrskurðinn og lækkuð um kr. 5.100.
Var efnið á síðunni hjálplegt?