Landbúnaðarráð

205. fundur 06. desember 2023 kl. 13:00 - 14:01 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Dagbjört Diljá Einþórsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Eik Skúladóttir aðalmaður
  • Halldór Pálsson aðalmaður
  • Ingimar Sigurðsson varaformaður
  • Sigríður Ólafsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2308025Vakta málsnúmer

Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir fjárhagsaáætlun ársins 2024 og fjárhagsramma ráðsins. Landbúnaðarráð þakkar Elínu Jónu greinargóða yfirferð.
Júlíus Guðni Antonsson kom til fundar við ráðið kl. 13:17.

2.Skýrsla veiðivarðar vegna gæsa- og rjúpnaveiða 2023

Málsnúmer 2311053Vakta málsnúmer

Júlíus Guðni Antonsson veiðivörður gerði grein fyrir störfum sínum.

Veiðieftirlitið gekk vel árið 2023. Ekki þurfti að hafa afskipti af veiðimönnum í þessum ferðum. Farnar voru þrjár eftirlitsferðir á Víðidalstunguheiði og ein á Arnarvatnsheiði, allar vegna rjúpnaveiða. Almennt virðist vera ánægja með fyrirkomulag veiðanna, stjórn og vöktun sveitarfélagsins á svæðinu.

Landbúnaðarráð þakkar Júlíusi Guðna fyrir greinargóða yfirferð.

3.Skýrsla búfjáreftirlitsmanns árið 2023

Málsnúmer 2311054Vakta málsnúmer

Júlíus Guðni Antonsson búfjáreftirlitsmaður gerði grein fyrir störfum sínum á árinu.

Töluvert minna var um útköll en fyrri ár. Ástand heilt yfir gott við vegi en gerðar voru nokkrar úrbætur á þekktum stöðum á árinu sem varð til þess að útköllum fækkaði. Flest útköll voru vegna sauðfjár, eða 12 talsins. Alls voru 5 útköll vegna hrossa á vegi. Auk þess var eitt útkall vegna graðhests.

Landbúnaðarráð þakkar Júlíusi Guðna fyrir greinargóða yfirferð.
Júlíus Guðni Antonsson vék af fundi kl. 13:36.

4.Uppgjör vegna gæsaveiða 2023

Málsnúmer 2311049Vakta málsnúmer

Lagt fram uppgjör vegna gæsaveiða í löndum sveitarfélagsins á veiðitímabilinu haustið 2023.

5.Uppgjör vegna rjúpnaveiða 2023

Málsnúmer 2311048Vakta málsnúmer

Lagt fram uppgjör vegna rjúpnaveiða í löndum sveitarfélagsins á nýafstöðnu veiðitímabili.

6.Fjallskilagjald fyrir jörðina Flatnefsstaði

Málsnúmer 2211008Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður sýslumannsins á Norðurlandi vestra vegna kæru álagningar fjallskilagjalda á landverð jarðarinnar Flatnefsstaða árið 2022. Úrskurður sýslumanns er á þann veg að sveitarstjórn Húnaþings vestra hafi á grundvelli 2. máls. 42. gr. laga nr. 6/1998 verið heimilt að krefja eigendur jarðarinnar um fjallskilagjald. Hins vegar kom í ljós að grunnur útreiknings var rangur og því voru gjöldin of há. Fjallskil ársins 2022 vegna Flatnefsstaða verða endurreiknuð í samræmi við úrskurðinn og lækkuð um kr. 5.100.

7.Styrkvegir uppgjör 2023

Málsnúmer 2311050Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Uppgjör hefur verið sent til Vegagerðarinnar.

8.Heiðagirðingar uppgjör 2023

Málsnúmer 2311051Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Ormahreinsun hunda í dreifbýli

Málsnúmer 2311052Vakta málsnúmer

Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 er skylt að ormahreinsa alla hunda fjögurra mánaða og eldri. Þar sem búrekstur er skulu hundar ormahreinsaðir að liðinni aðalsláturtíð eða í síðasta lagi í desember ár hvert. Sveitarstjóra er falið að vekja athygli á framangreindu á miðlum sveitarfélagsins.

10.Talið fé til réttar í Víðidal úr Húnabyggð 2023

Málsnúmer 2311055Vakta málsnúmer

Lögð fram talning fjár úr Húnabyggð sem kom til réttar í Víðidal.

Víðidalstunguréttir 8.-9. september:
Steinnes 864 gripir
Sveinsstaðir 353 gripir
Áshreppur 476 gripir
Sveinsstaðahreppur 537 gripir

Fyrri skilarétt 24. september:
163 gripir
Uppsalir 76 gripir
Húnabyggð 87 gripir

Seinni göngur (leit):
Húnabyggð 48 gripir
Aðeins 12 gripir voru úr Víðidal

Seinni skilarétt 15. október:
16 gripir
Uppsalir 10 gripir
Húnabyggð 6 gripir

Við stóðsmölun 6.október fundust um 15 gripir.





Fundi slitið - kl. 14:01.

Var efnið á síðunni hjálplegt?