Skýrsla veiðivarðar vegna gæsa- og rjúpnaveiða 2023

Málsnúmer 2311053

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 205. fundur - 06.12.2023

Júlíus Guðni Antonsson kom til fundar við ráðið kl. 13:17.
Júlíus Guðni Antonsson veiðivörður gerði grein fyrir störfum sínum.

Veiðieftirlitið gekk vel árið 2023. Ekki þurfti að hafa afskipti af veiðimönnum í þessum ferðum. Farnar voru þrjár eftirlitsferðir á Víðidalstunguheiði og ein á Arnarvatnsheiði, allar vegna rjúpnaveiða. Almennt virðist vera ánægja með fyrirkomulag veiðanna, stjórn og vöktun sveitarfélagsins á svæðinu.

Landbúnaðarráð þakkar Júlíusi Guðna fyrir greinargóða yfirferð.
Var efnið á síðunni hjálplegt?