Beiðni um lausn úr sveitarstjórn

Málsnúmer 2311073

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 375. fundur - 14.12.2023

Friðrik Már Sigurðsson vék af fundi kl. 15:20.
Með bréfi dagsettu 24. nóvember 2023 óskar Friðrik Már Sigurðsson eftir lausn úr sveitarstjórn, ráðum og nefndum Húnaþings vestra frá 31. desember 2023 til loka kjörtímabils með vísan til 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 23. gr. samþykktar um stjórn Húnaþings vestra nr. 588/2019 sökum óhóflegs álags.
Fyrsti varamaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, hefur beðist undan því að taka fast sæti í sveitarstjórn með vísan til 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 23. gr. samþykktar um stjórn Húnaþings vestra nr. 588/2019 sökum óhóflegs álags. Hefur hún óskað eftir því að vera áfram fyrsti varamaður.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir beiðni Friðriks Más um lausn úr sveitarstjórn. Eru honum færðar bestu þakkir fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins og óskað velfarnaðar í verkefnum sínum í framtíðinni. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt beiðni Ingveldar Ásu um að hún verði áfram fyrsti varamaður. Annar varamaður, Ingimar Sigurðsson, tekur því fast sæti Friðriks Más í sveitarstjórn frá 1. janúar 2024.“
Samþykkt með 6 atkvæðum.
Friðrik Már Sigurðsson kom til fundar að nýju kl. 15:23.
Var efnið á síðunni hjálplegt?