Sveitarstjórn

375. fundur 14. desember 2023 kl. 15:00 - 16:47 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Þorleifur Karl Eggertsson oddviti
  • Magnús Magnússon varaoddviti
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Þorgrímur Guðni Björnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Samþykkt um stjórn Húnaþings vestra, seinni umræða

Málsnúmer 2311016Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir samþykkt um stjórn Húnaþings vestra, en fyrri umræða samþykktarinnar fór fram á 374. fundi sveitarstjórnar þann 9. nóvember sl.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.Tillaga að breytingu á samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Húnaþings vestra

Málsnúmer 2312013Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá Þorgrími Guðna Björnssyni um breytingar á samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Húnaþings vestra.
„Breyting á reglugerð um "Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum,ráðum og nefndum Húnaþings vestra".
Breytingin felst í því að við 5.gr. og 9.gr. reglugerðarinnar bætist orðalagið "Hafi fulltrúi starfsstöð á Hvammstanga og fari fundur fram á dagvinnutíma þar sem fulltrúi samnýtir ferð til fundar og vinnu sé ekki greitt aukalega fyrir akstur."

Tillaga að breytingu hljóðar því svona:
5. gr.
Fulltrúar í sveitarstjórn fá að auki greitt sérstaklega fyrir hvern setinn fund í sveitarstjórn sem nemur 3% af þingfararkaupi, nú kr. 40.367, að viðbættum akstri. Fulltrúar í byggðarráði fá greitt sérstaklega fyrir hvern setinn fund í byggðarráði sem nemur 2% af þingfararkaupi, nú kr. 26.912, að viðbættum akstri.
Varamenn fá greidd sömu laun og aðalmenn fyrir þá fundi sem þeir sitja að viðbættum akstri. "Hafi fulltrúi starfsstöð á Hvammstanga og fari fundur fram á dagvinnutíma þar sem fulltrúi samnýtir ferð til fundar og vinnu sé ekki greitt aukalega fyrir akstur."
9. gr
Fyrir hvern setinn fund fá aðalmenn sem skipaðir eru af sveitarstjórn í fastanefndir greidda þóknun sem
nemur 1% af þingfararkaup nú kr. 13.456, að viðbættum akstri, og formenn nefnda 2% af þingfararkaupi nú kr. 26.912, að viðbættum akstri. "Hafi fulltrúi starfsstöð á Hvammstanga og fari fundur fram á dagvinnutíma þar sem fulltrúi samnýtir ferð til fundar og vinnu sé ekki greitt aukalega fyrir akstur."
Undantekning frá þessu eru fulltrúar í ungmennaráði sem fá greiddan 1/3 af almennum nefndarlaunum,nú kr. 4.485 fyrir hvern fund af öldungaráði sem fá greiddan 2/3 af almennum nefndarlaunum, nú kr. 8.970 fyrir hvern fund. Formenn ungmenna- og öldungarráðs fá greidd tvöföld laun viðkomandi nefnda fyrir hvern fund.
Fastar nefndir sveitarfélagsins eru:
-Skipulags- og umhverfisráð
-Landbúnaðarráð
-Fræðsluráð
-Félagsmálaráð
-Ungmennaráð
-Öldungaráð
Starfsfólk sveitarfélagsins fær ekki greidda sérstaka þóknun fyrir setu á nefndarfundum nema viðkomandi sitji fund sem kjörinn fulltrúi.
Tilgangur breytingarinnar er að fulltrúi fái vissulega greitt fyrir ferðir þurfi hann að gera sér sér ferð frá lögheimili sínu til þess að mæta á fund nefnda eða ráðs á vegum Húnaþings vestra. Með því að ná að samnýta ferð vegna vinnu og fundar nær fulltrúi að stíga skref til móts við þau markmið sem sveitarfélagið er hafið með innleiðingu á grænum skrefum.“
Tillagan borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum gegn 2 atkvæðum fulltrúa N-lista.

3.Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024

Málsnúmer 2312002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilkynning matvælaráðuneytis um úthlutun byggðakvóta til Húnaþings vestra á fiskveiðiárinu 2023/2024. Er sveitarfélaginu gefinn frestur til 29. desember 2023 til að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur vegna úthlutunar kvótans.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir eftirfarandi reglur um úthlutun 130 þorskígildistonna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024:
Ákvæði reglugerðar nr. 852/2023 gilda um úthlutun byggðakvóta Húnaþings vestra með eftirfarandi viðauka/breytingum:
I. 1. málsl. 1. málsgr. 4. gr:
a. 50% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og fengið hafa úthlutun samkvæmt reglugerð nr. 851/2022 vegna aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 1370/2022, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023. Við skiptingu þessa 50% byggðakvóta Húnaþings vestra, til ofangreindra skipa, skal miða við meðaltal landaðs botnfiskafla í þorskígildum talið, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn fiskveiðiárið 2022/2023.
b. 50% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 852/2023, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024. Skiptingunni verður háttað með þeim hætti að hvert fiskiskip sem uppfyllir framangreind ákvæði hlýtur að lágmarki 10 tonn og eftirstöðvum úthlutað miðað við meðaltal landaðs botnfiskafla, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn fiskveiðiárið 2022/2023.
c. Skip eiga rétt til úthlutunar úr báðum pottum samkvæmt a- og b-lið, að uppfylltum skilyrðum.
Rökstuðningur er sá að af þeim bátum sem gera út frá Hvammstanga er aðeins hluti þeirra sem varð fyrir áhrifum aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa. Fyrir þá báta sem ekki hljóta kvóta vegna rækjubrests er mjög erfitt að safna upp löndunarreynslu og því er lagt til að sá hluti byggðakvótans sem b.liður nær yfir verði að lágmarki veitt 10 tonnum á hvern bát og því sem eftir stendur úthlutað út frá löndunarreynslu.
II. 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.
Rökstuðningur er sá að í byggðarlaginu er engin fiskvinnsla.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Friðrik Már Sigurðsson vék af fundi kl. 15:20.

4.Beiðni um lausn úr sveitarstjórn

Málsnúmer 2311073Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 24. nóvember 2023 óskar Friðrik Már Sigurðsson eftir lausn úr sveitarstjórn, ráðum og nefndum Húnaþings vestra frá 31. desember 2023 til loka kjörtímabils með vísan til 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 23. gr. samþykktar um stjórn Húnaþings vestra nr. 588/2019 sökum óhóflegs álags.
Fyrsti varamaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, hefur beðist undan því að taka fast sæti í sveitarstjórn með vísan til 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 23. gr. samþykktar um stjórn Húnaþings vestra nr. 588/2019 sökum óhóflegs álags. Hefur hún óskað eftir því að vera áfram fyrsti varamaður.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir beiðni Friðriks Más um lausn úr sveitarstjórn. Eru honum færðar bestu þakkir fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins og óskað velfarnaðar í verkefnum sínum í framtíðinni. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt beiðni Ingveldar Ásu um að hún verði áfram fyrsti varamaður. Annar varamaður, Ingimar Sigurðsson, tekur því fast sæti Friðriks Más í sveitarstjórn frá 1. janúar 2024.“
Samþykkt með 6 atkvæðum.
Friðrik Már Sigurðsson kom til fundar að nýju kl. 15:23.

5.Kosningar

Málsnúmer 2312015Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Endurtilnefning í byggðarráð
Byggðarráð, aðalmenn
Magnús Magnússon, formaður
Elín Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður
Magnús Vignir Eðvaldsson
Byggðarráð, varamenn
Þorleifur Karl Eggertsson
Sigríður Ólafsdóttir
Þorgrímur Guðni Björnsson

Endurtilnefning í skipulags- og umhverfisráð
Skipulags- og umhverfisráð, aðalmenn
Ingimar Sigurðsson, formaður
Birkir Snær Gunnlaugsson, varaformaður
Fríða Marý Halldórsdóttir
Óskar Már Jónsson
Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir
Skipulags- og umhverfisráð, varamenn
Sveinbjörg Rut Pétursdóttir
Valdimar H. Gunnlaugsson
Guðný Helga Björnsdóttir
Guðjón Þórarinn Loftsson
Erla Björg Kristinsdóttir

Endurtilnefning í landbúnaðarráð
Landbúnaðarráð, aðalmenn
Sigríður Ólafsdóttir, formaður
Dagný Sigurlaug Ragnarsdóttir, varaformaður
Dagbjört Diljá Einþórsdóttir
Halldór Pálsson
Guðrún Eik Skúladóttir
Landbúnaðarráð, varamenn
Ingveldur Linda Gestsdóttir
Guðmundur Ísfeld
Gísli Grétar Magnússon
Ingveldur Ása Konráðsdóttir
Ármann Pétursson

Endurtilnefning í stjórn SSNV
Magnús Magnússon, aðalmaður
Þorleifur Karl Eggertsson, varamaður.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2023

Málsnúmer 2312012Vakta málsnúmer

Lögð er til eftirfarandi breyting á fjárhagsáætlun ársins 2023.
„Eignasjóður

Skóla- og frístundasvæði grunnskólans




kr. 1.600.000
Íþróttamiðstöðin, endurnýjun lagna




kr. 22.000.000
Gangstéttar







kr. -2.000.000
Vatnsveita
Vatnsveitulögn Hvammstangi að Laugarbakka


kr. 5.500.000

Hitaveita
Endurnýjun dreifikerfis Hvammstanga



kr. -20.000.000
Samtals







kr. 7.100.000
Hækkun á eignfærðri fjárfestingu er mætt með lækkun handbærs fjár.
Vinna við nýjan körfuboltavöll verður umfangsmeiri en upphaflega var áætlað.
Framkvæmdir við íþróttamiðstöðina verða umfangsmeiri en upphaflega var áætlað, m.a. vegna ófyrirséðra bilana, aukins umfangs við dúklagningu laugar og meira umfangs lagnavinnu en gert hafði verið ráð fyrir, m.a. vegna leka á botnloka og endurnýjunar fleiri stúta en áætlað hafði verð.
Vinna við eignfærslu gagnstétta var umfangsminni en áætlað var árið 2023.
Viðauki vegna vatnsveituframkvæmdarinnar við vatnsveitulögnina frá Hvammstanga að Laugarbakka skapast af efniskaupum vegna stærri lagnar en upphaflega var gert ráð fyrir.
Ekki náðist að fara í vinnu við endurnýjun dreifikerfis hitaveitunnar á Hvammstanga líkt og upphaflega var áætlað. Kostnaður vegna efniskaupa jafnast á móti nýtengingum ársins.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Byggðarráð - 1197

Málsnúmer 2311004FVakta málsnúmer

2311031 4. dagskrárliður, umsókn um lóðina Lindarveg 12.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2311038 8. dagskrárliður, tilboð í fasteignina Lindarveg 3a.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Byggðarráð - 1198

Málsnúmer 2311005FVakta málsnúmer

2309038 3. dagskrárliður leiðbeiningar um starfslok og gjafir til starfsfólks Húnaþings vestra.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Byggðarráð - 1199

Málsnúmer 2312001FVakta málsnúmer

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Skipulags- og umhverfisráð - 363 (3)

Málsnúmer 2311010FVakta málsnúmer

10.1. 2311020 Hvammstangakirkjugarður.
Um er að ræða stækkun lóðar undir kirkjugarð í Kirkjuhvammi, lóð L195786. Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
10.2. 2311007 Laugarbakki Höfði, afmörkun lands.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
10.3. 2309009 Laugarbakki-Reykjahöfði.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
10.4. Skrúðvangur, kynning á uppbyggingu.
Lagt fram til kynningar.
10.5. 2312009 Ás, afmörkun lóðar.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
10.6. 2312010 Hvammstangabraut 41, afmörkun lóðar.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
10.7. 2312011 Hvammstangabraut 39, afmörkun lóðar.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
10.8. 2311058 Staðarskáli, umsókn um byggingarheimild.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
10.9. 2311014 Reykjaskóli, umsókn um stöðuleyfi.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 363 (3) Í gildandi deiliskipulagi fyrir Kirkjuhvamm á Hvammstanga er gert ráð fyrir stækkun Kirkjuhvammskirkjugarðs til vesturs frá núverandi vesturlínu garðsins. Byggðasafn Skagfirðinga vann fornleifaskráningu í Kirkjuhvammi og voru skráðar alls 27 minjar.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn um breytingar á Hvammstangakirkjugarði til norðurs með óverulegum breytingum á deiliskipulagi samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslögum nr. 123/2010. Grenndarkynna þarf breytinguna fyrir hagsmunaðaðilum sem eru rekstraraðilar tjaldsvæðis. Leita skal umsagnar Minjavarðar Norðurlands vestra vegna minja sem er innan þess svæðis sem snýr að fyrirhuguðum breytingum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 363 (3) Fyrir liggur uppfærður uppdráttur af Laugabakka-Höfði, sem unnin er af Káraborg ehf. dags. 05.10.2023.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja afmörkun Laugabakka-Höfða og staðfang, sem er í samræmi við þinglýst gögn og undirrituð af eigendum Syðri-Reykja.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 363 (3) Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og nýtt staðfang.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 363 (3) Skipulags- og umhverfisráð tekur vel í þá fyrirhuguðu uppbyggingu sem er áætluð í og við Skrúðvang og er í samræmi við skipulagsáætlun fyrir svæðið. Tillaga að stækkun lóðar skarast við aðliggjandi lóð Reykjahöfða, sem hefur verið úthlutað til gróðrarstöðvar á byggðaráðsfundi 11. september 2023.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 363 (3) Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja afmörkun lóðar samkvæmt hnitsettu lóðarblaði.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 363 (3) Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja afmörkun og leiðrétt stærð lóðar samkvæmt hnitsettu lóðarblaði.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 363 (3) Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja afmörkun og leiðrétt stærð lóðar samkvæmt hnitsettu lóðarblaði.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 363 (3) Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarheimildina.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 363 (3) Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila stöðuleyfið.

11.Fræðsluráð - 242

Málsnúmer 2311007FVakta málsnúmer

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Félagsmálaráð - 250

Málsnúmer 2311008FVakta málsnúmer

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Landbúnaðarráð - 205

Málsnúmer 2311006FVakta málsnúmer

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Öldungaráð - 8

Málsnúmer 2311003FVakta málsnúmer

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 2311018Vakta málsnúmer

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:47.

Var efnið á síðunni hjálplegt?