Viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2023

Málsnúmer 2312012

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1199. fundur - 11.12.2023

Bætt á dagskrá:
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lögðu fram tillögu að viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2023 að upphæð kr. 7.100.000
Eignasjóður

Skóla- og frístundasvæði grunnskólans
kr. 1.600.000
Íþróttamiðstöðin, endurnýjun lagna kr. 22.000.000
Gangstéttar kr. -2.000.000
Vatnsveita
Vatnsveitulögn Hvammstangi að Laugarbakka kr. 5.500.000

Hitaveita
Endurnýjun dreifikerfis Hvammstanga
kr. -20.000.000
Samtals kr. kr. 7.100.000
Hækkun á eignfærðri fjárfestingu er mætt með lækkun handbærs fjár.

Vinna við nýjan körfuboltavöll verður umfangsmeiri en upphaflega var áætlað.
Framkvæmdir við íþróttamiðstöðina verða umfangsmeiri en upphaflega var áætlað, m.a. vegna ófyrirséðra bilana, aukins umfangs við dúklagningu laugar og meira umfangs lagnavinnu en gert hafði verið ráð fyrir, m.a. vegna leka á botnloka og endurnýjunar fleiri stúta en áætlað hafði verið.
Vinna við eignfærslu gagnstétta var umfangsminni en áætlað var árið 2023.
Viðauki vegna vatnsveituframkvæmdar við vatnsveitulögn frá Hvammstanga til Laugarbakka skapast af efniskaupum vegna stærri lagnar en upphaflega var gert ráð fyrir.
Ekki náðist að fara í vinnu við endurnýjun dreifikerfis hitaveitunnar á Hvammstanga líkt og upphaflega var áætlað. Kostnaður vegna efniskaupa jafnast á móti nýtengingum ársins.
Byggðarráð samþykkir tillögu að viðauka með þremur atkvæðum og vísar viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fleira ekki tekið fyrir.

Sveitarstjórn - 375. fundur - 14.12.2023

Lögð er til eftirfarandi breyting á fjárhagsáætlun ársins 2023.
„Eignasjóður

Skóla- og frístundasvæði grunnskólans




kr. 1.600.000
Íþróttamiðstöðin, endurnýjun lagna




kr. 22.000.000
Gangstéttar







kr. -2.000.000
Vatnsveita
Vatnsveitulögn Hvammstangi að Laugarbakka


kr. 5.500.000

Hitaveita
Endurnýjun dreifikerfis Hvammstanga



kr. -20.000.000
Samtals







kr. 7.100.000
Hækkun á eignfærðri fjárfestingu er mætt með lækkun handbærs fjár.
Vinna við nýjan körfuboltavöll verður umfangsmeiri en upphaflega var áætlað.
Framkvæmdir við íþróttamiðstöðina verða umfangsmeiri en upphaflega var áætlað, m.a. vegna ófyrirséðra bilana, aukins umfangs við dúklagningu laugar og meira umfangs lagnavinnu en gert hafði verið ráð fyrir, m.a. vegna leka á botnloka og endurnýjunar fleiri stúta en áætlað hafði verð.
Vinna við eignfærslu gagnstétta var umfangsminni en áætlað var árið 2023.
Viðauki vegna vatnsveituframkvæmdarinnar við vatnsveitulögnina frá Hvammstanga að Laugarbakka skapast af efniskaupum vegna stærri lagnar en upphaflega var gert ráð fyrir.
Ekki náðist að fara í vinnu við endurnýjun dreifikerfis hitaveitunnar á Hvammstanga líkt og upphaflega var áætlað. Kostnaður vegna efniskaupa jafnast á móti nýtengingum ársins.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?