Tillaga að breytingu á samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Húnaþings vestra

Málsnúmer 2312013

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 375. fundur - 14.12.2023

Lögð fram tillaga frá Þorgrími Guðna Björnssyni um breytingar á samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Húnaþings vestra.
„Breyting á reglugerð um "Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum,ráðum og nefndum Húnaþings vestra".
Breytingin felst í því að við 5.gr. og 9.gr. reglugerðarinnar bætist orðalagið "Hafi fulltrúi starfsstöð á Hvammstanga og fari fundur fram á dagvinnutíma þar sem fulltrúi samnýtir ferð til fundar og vinnu sé ekki greitt aukalega fyrir akstur."

Tillaga að breytingu hljóðar því svona:
5. gr.
Fulltrúar í sveitarstjórn fá að auki greitt sérstaklega fyrir hvern setinn fund í sveitarstjórn sem nemur 3% af þingfararkaupi, nú kr. 40.367, að viðbættum akstri. Fulltrúar í byggðarráði fá greitt sérstaklega fyrir hvern setinn fund í byggðarráði sem nemur 2% af þingfararkaupi, nú kr. 26.912, að viðbættum akstri.
Varamenn fá greidd sömu laun og aðalmenn fyrir þá fundi sem þeir sitja að viðbættum akstri. "Hafi fulltrúi starfsstöð á Hvammstanga og fari fundur fram á dagvinnutíma þar sem fulltrúi samnýtir ferð til fundar og vinnu sé ekki greitt aukalega fyrir akstur."
9. gr
Fyrir hvern setinn fund fá aðalmenn sem skipaðir eru af sveitarstjórn í fastanefndir greidda þóknun sem
nemur 1% af þingfararkaup nú kr. 13.456, að viðbættum akstri, og formenn nefnda 2% af þingfararkaupi nú kr. 26.912, að viðbættum akstri. "Hafi fulltrúi starfsstöð á Hvammstanga og fari fundur fram á dagvinnutíma þar sem fulltrúi samnýtir ferð til fundar og vinnu sé ekki greitt aukalega fyrir akstur."
Undantekning frá þessu eru fulltrúar í ungmennaráði sem fá greiddan 1/3 af almennum nefndarlaunum,nú kr. 4.485 fyrir hvern fund af öldungaráði sem fá greiddan 2/3 af almennum nefndarlaunum, nú kr. 8.970 fyrir hvern fund. Formenn ungmenna- og öldungarráðs fá greidd tvöföld laun viðkomandi nefnda fyrir hvern fund.
Fastar nefndir sveitarfélagsins eru:
-Skipulags- og umhverfisráð
-Landbúnaðarráð
-Fræðsluráð
-Félagsmálaráð
-Ungmennaráð
-Öldungaráð
Starfsfólk sveitarfélagsins fær ekki greidda sérstaka þóknun fyrir setu á nefndarfundum nema viðkomandi sitji fund sem kjörinn fulltrúi.
Tilgangur breytingarinnar er að fulltrúi fái vissulega greitt fyrir ferðir þurfi hann að gera sér sér ferð frá lögheimili sínu til þess að mæta á fund nefnda eða ráðs á vegum Húnaþings vestra. Með því að ná að samnýta ferð vegna vinnu og fundar nær fulltrúi að stíga skref til móts við þau markmið sem sveitarfélagið er hafið með innleiðingu á grænum skrefum.“
Tillagan borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum gegn 2 atkvæðum fulltrúa N-lista.
Var efnið á síðunni hjálplegt?