Prókúra Hitaveitu Húnaþings vestra

Málsnúmer 2401013

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 377. fundur - 11.01.2024

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn veitir Unni Valborgu Hilmarsdóttur, kt. 160673-3119, Brekkugötu 8, 530 Hvammstanga prókúru fyrir Hitaveitu Húnaþings vestra. Umboðið gildir á meðan Unnur Valborg er sveitarstjóri Húnaþings vestra, en samkvæmt 4. mgr. 47. gr. samþykktar um stjórn Húnaþings vestra er sveitarstjóri prókúruhafi Húnaþings vestra.
Með vísan til 4. og 5. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 heimilar sveitarstjórn sveitarstjóra að veita eftirtöldum starfsmanni Húnaþings vestra prókúruumboð fyrir Hitaveitu Húnaþings vestra:
Elín Jóna Rósinberg, kt. 250477-3259, Hlíðarvegi 24, 530 Hvammstanga. Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri veiti framangreindum starfsmanni fullt prókúruumboð í samræmi við téð lagaákvæði. Umboðið gildir meðan viðkomandi gegnir starfi sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hjá sveitarfélaginu en þó ekki lengur en til loka núverandi kjörtímabils. Jafnframt eru eldri prókúruumboð starfsmanna annarra en sveitarstjóra, sem kunna að hafa verið útgefin, úr gildi fallin.“
Var efnið á síðunni hjálplegt?