Samþykkt um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 2401014

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 377. fundur - 11.01.2024

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir samþykkt um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum árið 2024. Afslátturinn nær til eftirtalinna lóða á Hvammstanga, þ.e. Bakkatúns 3, 5 og 7, Grundartúns 2 og 17 og Hlíðarvegar 21. Afslátturinn nær einnig til lóðanna Teigagrundar 7 og Gilsbakka 1-3 á Laugarbakka.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?