Málstefna Húnaþings vestra 2024-2028

Málsnúmer 2401027

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1203. fundur - 22.01.2024

Lögð fram drög að Málstefnu Húnaþings vestra í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Byggðarráð samþykkir að drögin ásamt áorðnum breytingum og þau verði sett í opið samráð á heimasíðu sveitarfélagsins.

Byggðarráð - 1205. fundur - 12.02.2024

Áður á dagskrá 1203. fundar byggðarráðs þar sem samþykkt var að setja stefnuna í samráð á heimasíðu sveitarfélagsins. Var það gert með umsagnarfresti til 6. febrúar 2024. Engar umsagnir bárust. Byggðarráð samþykkir framlagða málstefnu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 379. fundur - 12.03.2024

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir Málstefnu Húnaþings vestra.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?