Byggðarráð

1205. fundur 12. febrúar 2024 kl. 14:00 - 14:40 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Málstefna Húnaþings vestra 2024-2028

Málsnúmer 2401027Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 1203. fundar byggðarráðs þar sem samþykkt var að setja stefnuna í samráð á heimasíðu sveitarfélagsins. Var það gert með umsagnarfresti til 6. febrúar 2024. Engar umsagnir bárust. Byggðarráð samþykkir framlagða málstefnu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Ósk um heimild til að framselja nafnarétt Hvammstangavallar til styrktar starfi meistaraflokks árið 2024.

Málsnúmer 2401073Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Meistaraflokksráðs Kormáks Hvatar um leyfi til að framselja nafnarétt Hvammstangavallar til að afla fjár til starfs meistarflokks. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en felur sveitarstjóra að óska eftir umsögnum stjórna Ungmennafélagsins Kormáks og USVH áður en ákvörðun er tekin.

3.Reglur um útgáfu stöðuleyfa

Málsnúmer 2402011Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um útgáfu stöðuleyfa í Húnaþingi vestra. Eru reglurnar unnar af skrifstofu skipulags- og byggingafulltrúa og taka mið af lögum nr. 160/2010 um mannvirki og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum. Byggðarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Fundargerð 942. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. janúar 2024

Málsnúmer 2402014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð 103. fundar stjórnar SSNV frá 6. febrúar 2024

Málsnúmer 2402017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?