Ósk um heimild til að framselja nafnarétt Hvammstangavallar til styrktar starfi meistaraflokks árið 2024.

Málsnúmer 2401073

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1205. fundur - 12.02.2024

Lögð fram beiðni Meistaraflokksráðs Kormáks Hvatar um leyfi til að framselja nafnarétt Hvammstangavallar til að afla fjár til starfs meistarflokks. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en felur sveitarstjóra að óska eftir umsögnum stjórna Ungmennafélagsins Kormáks og USVH áður en ákvörðun er tekin.

Byggðarráð - 1206. fundur - 19.02.2024

Áður á dagskrá 1205. fundar byggðarráðs þar sem kallað var eftir samþykki Ungmennafélagsins Kormáks og USVH. Samþykki beggja liggur nú fyrir. Í ljósi þess samþykkir byggðarráð að veita Meistaraflokksráði Kormáks Hvatar heimild til að framselja nafnarétt Hvammstangavallar til styrktar starfi meistaraflokks árið 2024. Um er að ræða heimild til eins árs og skal ráðið hafa samráð við sveitarstjóra um endanlegt val á kostunaraðila.
Var efnið á síðunni hjálplegt?