Styrktarsamningur við Björgunarsveitina Húna

Málsnúmer 2401083

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1207. fundur - 04.03.2024

Lagður fram uppfærður styrktarsamningur við Björgunarsveitina Húna þar sem stuðningur sveitarfélagsins við sveitina er sameinaður í einn samning. Byggðarráð samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra undirritun hans. Í samningnum felst meðal annars framkvæmd flugeldasýningar á gamlárskvöld, framkvæmd þrettándabrennu og flöggun við stofnanir sveitarfélagsins á fánadögum. Stuðningur sveitarfélagsins við Björgunarsveitina Húna á árinu 2023 var samtals kr. 1.554.906.
Var efnið á síðunni hjálplegt?