Byggðarráð

1207. fundur 04. mars 2024 kl. 14:00 - 15:30 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Styrktarsamningur við Björgunarsveitina Húna

Málsnúmer 2401083Vakta málsnúmer

Lagður fram uppfærður styrktarsamningur við Björgunarsveitina Húna þar sem stuðningur sveitarfélagsins við sveitina er sameinaður í einn samning. Byggðarráð samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra undirritun hans. Í samningnum felst meðal annars framkvæmd flugeldasýningar á gamlárskvöld, framkvæmd þrettándabrennu og flöggun við stofnanir sveitarfélagsins á fánadögum. Stuðningur sveitarfélagsins við Björgunarsveitina Húna á árinu 2023 var samtals kr. 1.554.906.

2.Endurbætur á Félagsheimilinu Hvammstanga

Málsnúmer 2402012Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur milli Húnaþings vestra og menningar- og viðskiptaráðuneytis vegna framlags til stuðnings við endurbætur á Félagsheimilinu Hvammstanga, alls 40 milljónir á árinu 2024. Er samningurinn samkvæmt tilmælum fjárlaganefndar við samþykkt fjárlaga 2024 á Alþingi þann 16. desember 2023. Byggðarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti. Jafnframt fagnar ráðið styrkveitingunni sem er mikilvægur liður í vinnu við uppsetningu samfélagsmiðstöðvar í Félagsheimilinu. Gert er ráð fyrir að framlaginu verði ráðstafað til þakviðgerða á húsinu sumarið 2024.

3.Sala á Engjabrekku

Málsnúmer 2402036Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn samþykkti á 371. fundi sínum þann 14. september 2023 að bjóða jörðina Engjabrekku á Vatnsnesi til sölu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa eftir tilboðum í eignina þar sem fram skulu koma fyrirhuguð not jarðarinnar. Byggðarráð áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

4.Húsnæði aðgerðastjórnar í héraði

Málsnúmer 2402037Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra vegna brýnnar þarfar á uppsetningu aðstöðu fyrir aðgerðastjórn í landshlutanum. Í erindinu er lagt til að aðstöðunni verði komið fyrir til bráðabirgða í húsnæði Björgunarsveitarinnar Skagfirðingsveitar á Sauðárkróki. Áfram munu verða starfræktar aðgerðastjórnir í Húnavatnssýslum þegar upp koma atburðir sem þess krefjast. Mun lögregluembættið kosta uppsetningu aðgerðastjórnarinnar en sveitarfélögin í landshlutanum kosta rekstur hennar. Skv. áætlun lögreglustjóra er gert ráð fyrir að heildarkostnaður rekstrarins árið 2024 verði kr. 1,8 millj. og hlutur Húnaþings vestra kr. 298.015. Byggðarráð samþykkir þátttöku í verkefninu. Jafnframt vill ráðið leggja áherslu á að embættið sjái til þess skoðuð verði þörf á uppsetningu aðstöðu fyrir fulltrúa í aðgerðastjórn í sveitarfélaginu þegar ekki er unnt að komast í húsnæði aðgerðastjórnar á Sauðárkróki.

5.Víkingurinn 2024

Málsnúmer 2402044Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Félags kraftamanna um stuðning við kraftakeppnina Víkinginn 2024. Ekki er unnt að að verða við beiðninni.

6.Beiðni um framlengingu leigusamnings

Málsnúmer 2402055Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Bjarkar Sigurðardóttur fyrir hönd Dictum ræstingar ehf. um framlengingu leigusamnings vegna íbúðar að Garðavegi 18, neðri hæð vegna sérstakra aðstæðna. Byggðarráð samþykkir framlengingu samningsins um 6 mánuði eða til 31. október nk.

7.Starfshópur um dreifnám

Málsnúmer 2402060Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Fjölskyldusviði Húnaþings vestra og Félags- og skólaþjónustu A-Hún, dagsett 23. febrúar 2024 þar sem fram kemur tillaga að erindisbréfi starfshóps um endurskoðun á dreifnámi á Hvammstanga og Blönduósi. Lagt er til að hópurinn verði skipaður fulltrúa Húnaþings vestra, Húnabyggðar, Skagastrandar og Skagabyggðar, Fræðslustjóra A-Hún, sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra og skólameistara/aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum og samantekt 1. júní 2024 til sveitarstjórna.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að erindisbréfi og samþykkir jafnframt að tilnefna Elínu Lilju Gunnarsdóttur sem fulltrúa Húnaþings vestra í starfshópinn.

8.Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga þann 14. mars 2024

Málsnúmer 2403001Vakta málsnúmer

Lagt fram boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem fram fer 14. mars 2024. Sveitarstjóri verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum.

9.Fundargerð 461. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem fram fór þann 16. febrúar 2024

Málsnúmer 2402040Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð 943. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór þann 9. febrúar 2024

Málsnúmer 2402039Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð 944. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór 23. febrúar 2024

Málsnúmer 2403002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

12.Umsagnarbeiðni um þingsályktunartillögu um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, mál nr. 115. Umsagnarfrestur til 1. mars 2024.

Málsnúmer 2402031Vakta málsnúmer

Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?