Endurbætur á Félagsheimilinu Hvammstanga

Málsnúmer 2402012

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1207. fundur - 04.03.2024

Lagður fram samningur milli Húnaþings vestra og menningar- og viðskiptaráðuneytis vegna framlags til stuðnings við endurbætur á Félagsheimilinu Hvammstanga, alls 40 milljónir á árinu 2024. Er samningurinn samkvæmt tilmælum fjárlaganefndar við samþykkt fjárlaga 2024 á Alþingi þann 16. desember 2023. Byggðarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti. Jafnframt fagnar ráðið styrkveitingunni sem er mikilvægur liður í vinnu við uppsetningu samfélagsmiðstöðvar í Félagsheimilinu. Gert er ráð fyrir að framlaginu verði ráðstafað til þakviðgerða á húsinu sumarið 2024.
Var efnið á síðunni hjálplegt?