Húsnæði aðgerðastjórnar í héraði

Málsnúmer 2402037

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1207. fundur - 04.03.2024

Lagt fram erindi Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra vegna brýnnar þarfar á uppsetningu aðstöðu fyrir aðgerðastjórn í landshlutanum. Í erindinu er lagt til að aðstöðunni verði komið fyrir til bráðabirgða í húsnæði Björgunarsveitarinnar Skagfirðingsveitar á Sauðárkróki. Áfram munu verða starfræktar aðgerðastjórnir í Húnavatnssýslum þegar upp koma atburðir sem þess krefjast. Mun lögregluembættið kosta uppsetningu aðgerðastjórnarinnar en sveitarfélögin í landshlutanum kosta rekstur hennar. Skv. áætlun lögreglustjóra er gert ráð fyrir að heildarkostnaður rekstrarins árið 2024 verði kr. 1,8 millj. og hlutur Húnaþings vestra kr. 298.015. Byggðarráð samþykkir þátttöku í verkefninu. Jafnframt vill ráðið leggja áherslu á að embættið sjái til þess skoðuð verði þörf á uppsetningu aðstöðu fyrir fulltrúa í aðgerðastjórn í sveitarfélaginu þegar ekki er unnt að komast í húsnæði aðgerðastjórnar á Sauðárkróki.
Var efnið á síðunni hjálplegt?