Starfshópur um dreifnám

Málsnúmer 2402060

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1207. fundur - 04.03.2024

Lagt fram erindi frá Fjölskyldusviði Húnaþings vestra og Félags- og skólaþjónustu A-Hún, dagsett 23. febrúar 2024 þar sem fram kemur tillaga að erindisbréfi starfshóps um endurskoðun á dreifnámi á Hvammstanga og Blönduósi. Lagt er til að hópurinn verði skipaður fulltrúa Húnaþings vestra, Húnabyggðar, Skagastrandar og Skagabyggðar, Fræðslustjóra A-Hún, sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra og skólameistara/aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum og samantekt 1. júní 2024 til sveitarstjórna.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að erindisbréfi og samþykkir jafnframt að tilnefna Elínu Lilju Gunnarsdóttur sem fulltrúa Húnaþings vestra í starfshópinn.

Byggðarráð - 1215. fundur - 03.06.2024

Lögð fram samantekt með niðurstöðum starfshóps um dreifnám sem skipaður var á 1207. fundi byggðarráðs þann 4. mars sl. Í samantektinni koma fram nokkrar aðgerðir sem miða að eflingu dreifnámsins, svo sem aukin kynning þess, endurskoðun markmiða, endurskoðun aðstöðu og húsnæðis og skoðun möguleika á aukinni félagslegri virkni nemenda. Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram.
Var efnið á síðunni hjálplegt?