Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 2402045

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 253. fundur - 28.02.2024

Lögð fram drög að endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð og minnisblað sem tekur saman helstu breytingar á núgildandi reglum Húnaþings vestra frá 2012. Grunnur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð er breytt regluverk þegar kemur að aðstoð við innflytjendur og endurgreiðslur frá ríkinu s.br. Reglur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur fjárhagsaðstoðar úr ríkissjóði nr. 520/2021 og breytingar á 15. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Fjölskyldusvið hefur aflað upplýsinga um breytingar og útfærslur annarra sveitarfélaga sem uppfært hafa reglur um fjárhagsaðstoð og tillögurnar í samræmi við það. Félagsmálaráð samþykkir framlögð drög og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 379. fundur - 12.03.2024

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um fjárhagsaðstoð.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?