Heiðagirðingar - úthlutun fjármagns 2024

Málsnúmer 2402064

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 208. fundur - 06.03.2024

Fjármagn til úthlutunar kr. 3,3 millj.
Landbúnaðarráð leggur til að kr. 3.300.000 sem eru til ráðstöfunar á árinu 2024 til viðhalds og endurnýjunar heiðagirðinga verði skipt með eftirfarandi hætti:
a) Í Hrútafirði kr. 860 þús.
b) Í Miðfirði kr. 1.170 þús.
c) Í Víðidal kr. 1.270 þús.

Landbúnaðarráð leggur til að taxti fyrir vinnu við heiðagirðingar á árinu 2024 verði eftirfarandi: Verktakagreiðsla verði kr. 3.700 á klst., taxti fyrir fjórhjól verði kr. 3.700 á klst. og taxti fyrir sexhjól kr. 3.900 á klst. Ofan á ofangreindan taxta leggst 24% virðisaukaskattur. Akstur verði greiddur samkvæmt taxta ríkisins.

Landbúnaðarráð brýnir fyrir fjallskilastjórnum að halda kostnaði við viðhald heiðagirðinga innan fjárheimilda. Einnig áréttar ráðið að skv. reglum vegna styrkja til fjallskiladeilda skal öllum reikningum skilað fyrir 31. október ár hvert.

Landbúnaðarráð - 215. fundur - 04.12.2024

Lagt fram á 214. fundi ráðsins.
Var efnið á síðunni hjálplegt?