Landbúnaðarráð

215. fundur 04. desember 2024 kl. 13:00 - 15:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólafsdóttir formaður
  • Dagný Ragnarsdóttir varaformaður
  • Dagbjört Diljá Einþórsdóttir aðalmaður
  • Halldór Pálsson aðalmaður
  • Ármann Pétursson varamaður
    Aðalmaður: Stella Dröfn Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Formaður óskaði eftir að taka á dagskrá sem 7. dagskrárlið Uppgjör rjúpna- og gæsaveiða. Samþykkt samhljóða.

1.Fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2408023Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir fjárhagsramma ráðsins fyrir árið 2025.
Júlíus Guðni Antonsson kom til fundar kl. 13.20.

2.Skýrsla búfjáreftirlitsmanns árið 2024

Málsnúmer 2411057Vakta málsnúmer

Júlíus Guðni Antonsson, búfjáreftirlitsmaður gerði grein fyrir störfum sínum á árinu.

Skráð voru 22 atvik vegna búfjáreftirlits á árinu, helmingur vegna hrossa og helmingur vegna sauðfjár.

Landbúnaðarráð þakkar Júlíusi Guðna fyrir greinagóða yfirferð.

3.Skýrsla veiðivarðar vegna gæsa- og rjúpnaveiða haustið 2024

Málsnúmer 2408006Vakta málsnúmer

Júlíus Guðni Antonsson veiðivörður gerði grein fyrir störfum sínum á nýliðnu veiðitímabili.

Veiðieftirlitið gekk vel árið 2024. Farnar voru þrjár eftirlitsferðir á Víðidalstunguheiði og ein á Arnarvatnsheiði, allar vegna rjúpnaveiða. Ekki þurfti að hafa afskipti af veiðimönnum í þessum ferðum. Veginum fram á Víðidalstunguheiði var lokað eina helgi vegna bleytu. Almennt virðist vera ánægja með fyrirkomulag veiðanna, stjórn og vöktun sveitarfélagsins á svæðinu.

Landbúnaðarráð þakkar Júlíusi Guðna greinagóða yfirferð.
Júlíus Guðni Antonsson vék af fundi kl. 13.44.

4.Vetrarveiði á ref veturinn 2024-2025

Málsnúmer 2409085Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsóknir um vetrarveiði á ref veturinn 2024-2025. Auglýst var eftir veiðimönnum á þau tvö svæði sem ekki höfðu borist umsóknir um. Eftirfarandi umsóknir bárust:

Hannes Hilmarsson vegna veiða í vestanverðum Hrútafirði.
Björn Viðar Unnsteinsson vegna veiða í Vesturhópi.

Landbúnaðarráð felur sveitarstjóra að gera samninga við framangreinda umsækjendur.

5.Uppgjör styrkvega 2024

Málsnúmer 2406059Vakta málsnúmer

Lagt fram á 214. fundi ráðsins. Uppgjörið hefur verið sent til Vegagerðarinnar.

6.Uppgjör heiðagirðinga 2024

Málsnúmer 2402064Vakta málsnúmer

Lagt fram á 214. fundi ráðsins.

7.Uppgjör rjúpna- og gæsaveiða 2024

Málsnúmer 2412008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar uppgjör rjúpna- og gæsaveiða 2024.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?