Vetrarveiði á ref veturinn 2024/2025

Málsnúmer 2409085

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 213. fundur - 02.10.2024

Landbúnaðarráð óskar eftir að fá kr. 1.500.000 í fjárveitingu á árinu 2024 til vetrarveiða á ref. Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir aðilum til vetrarveiða á ref með umsóknarfresti til 1. nóvember næstkomandi, með fyrirvara um að fjármagn fáist.

Landbúnaðarráð - 214. fundur - 06.11.2024

Ármann Pétursson og Ingveldur Linda Gestsdóttir boðuðu forföll.
Auglýst var eftir aðilum til vetrarveiði á ref með umsóknarfresti til 1. nóvember sl.
Eftirfarandi umsóknir bárust:
Sigfús Heiðar Árdal Jóhannsson, vegna veiða í Víðidal.
Bjarni Kristmundsson, vegna veiða í austanverðum Hrútafirði.
Elmar Baldursson, vegna veiða á Vatnsnesi.
Þorbergur Guðmundsson, vegna veiða á Miðfjarðasvæði.
Landbúnaðarráð felur sveitarstjóra að gera samninga við umsóknaraðila, þ.e.:
Sigfús Heiðar Árdal Jóhannsson, vegna veiða í Víðidal.
Bjarni Kristmundsson, vegna veiða í austanverðum Hrútafirði.
Elmar Baldursson, vegna veiða á Vatnsnesi.
Þorbergur Guðmundsson, vegna veiða á Miðfjarðasvæði.
Landbúnaðarráð felur sveitarstjóra jafnframt að auglýsa aftur þau svæði sem engar umsóknir bárust um.

Landbúnaðarráð - 215. fundur - 04.12.2024

Lagðar fram umsóknir um vetrarveiði á ref veturinn 2024-2025. Auglýst var eftir veiðimönnum á þau tvö svæði sem ekki höfðu borist umsóknir um. Eftirfarandi umsóknir bárust:

Hannes Hilmarsson vegna veiða í vestanverðum Hrútafirði.
Björn Viðar Unnsteinsson vegna veiða í Vesturhópi.

Landbúnaðarráð felur sveitarstjóra að gera samninga við framangreinda umsækjendur.
Var efnið á síðunni hjálplegt?