Landbúnaðarráð

214. fundur 06. nóvember 2024 kl. 13:00 - 15:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólafsdóttir formaður
  • Halldór Pálsson aðalmaður
  • Guðmundur Ísfeld varamaður
Starfsmenn
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Ármann Pétursson og Ingveldur Linda Gestsdóttir boðuðu forföll.

1.Vetrarveiði á ref veturinn 2024-2025

Málsnúmer 2409085Vakta málsnúmer

Auglýst var eftir aðilum til vetrarveiði á ref með umsóknarfresti til 1. nóvember sl.
Eftirfarandi umsóknir bárust:
Sigfús Heiðar Árdal Jóhannsson, vegna veiða í Víðidal.
Bjarni Kristmundsson, vegna veiða í austanverðum Hrútafirði.
Elmar Baldursson, vegna veiða á Vatnsnesi.
Þorbergur Guðmundsson, vegna veiða á Miðfjarðasvæði.
Landbúnaðarráð felur sveitarstjóra að gera samninga við umsóknaraðila, þ.e.:
Sigfús Heiðar Árdal Jóhannsson, vegna veiða í Víðidal.
Bjarni Kristmundsson, vegna veiða í austanverðum Hrútafirði.
Elmar Baldursson, vegna veiða á Vatnsnesi.
Þorbergur Guðmundsson, vegna veiða á Miðfjarðasvæði.
Landbúnaðarráð felur sveitarstjóra jafnframt að auglýsa aftur þau svæði sem engar umsóknir bárust um.

2.Uppgjör sumarvinnu fjallskiladeilda

Málsnúmer 2409086Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar uppgjör vegna styrkvega og heiðagirðinga 2024.

3.Uppgjör refa og minkaveiði 2024

Málsnúmer 2409087Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um refa- og minkaveiði frá 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.
Heildarkostnaður vegna refa- og minkaveiði á þessu tímabili er alls kr. 8.461.240. Unnin grendýr eru 83, yrðlingar 188 og hlaupadýr 146.

4.Vörsluskylda búfjár - ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands

Málsnúmer 2410045Vakta málsnúmer

Ályktun lögð fram til kynningar.

5.Starfsáætlun landbúnaðarráðs 2025

Málsnúmer 2410048Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að starfsáætlun landbúnaðarráðs fyrir árið 2025, þar sem helstu verkefni ráðsins eru tilgreind.

Landbúnaðarráð samþykkir starfsáætlun landbúnaðarráðs með áorðnum breytingum fyrir árið 2025.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?