Forsendur fjárhagsáætlunar 2025

Málsnúmer 2408023

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1221. fundur - 26.08.2024

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri og Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fóru yfir tillögur að helstu forsendum fyrir fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2025, ásamt 3ja ára áætlun.

Byggðarráð samþykkir framlagðar tillögur.

Byggðarráð - 1221. fundur - 26.08.2024

Lögð fram tillaga Unnar Valborgar Hilmarsdóttur sveitarstjóra og Elínar Jónu Rósinberg sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinnulagi við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2025 ásamt 3ja ára áætlun fyrir árin 2026-2028.

Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu.

Byggðarráð - 1223. fundur - 12.09.2024

Ingimar Sigurðsson boðaði forföll.
Farið var yfir helstu forsendur gjaldskráa fyrir árið 2025.

Byggðarráð - 1223. fundur - 12.09.2024

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
"Fjárhæð frístundakorts verði kr. 25.000 árið 2025 fyrir börn frá fæðingu að 18. aldursári."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

Byggðarráð - 1223. fundur - 12.09.2024

Lagðar fram til kynningar starfsáætlanir forstöðumanna fyrir árið 2025.

Byggðarráð þakkar forstöðumönnum fyrir greinargóðar áætlanir sem sýna glöggt faglegan metnað fyrir stofnunum þeirra.

Byggðarráð - 1226. fundur - 30.09.2024

Farið yfir styrkbeiðnir sem borist hafa vegna ársins 2025.

Byggðarráð - 1226. fundur - 30.09.2024

Lögð fram tillaga að fjárfestingum árið 2025, ásamt 3ja ára áætlun.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Byggðarráð - 1229. fundur - 14.10.2024

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 fyrir sveitarsjóð og undirfyrirtæki.
Byggðarráð samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 fyrir sveitarsjóð og undirfyrirtæki til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 17. október 2024.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 17.10.2024

Gjaldskrár 2025 sem þarfnast tveggja umræðna í sveitarstjórn lagðar fram til afgreiðslu.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hirðu, móttöku- og flokkunarstöð úrgangs í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá sorphirðu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hreinsun og losun rotþróa í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hvammstangahöfn, hafnarsjóð.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Vatnsveitu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 17.10.2024

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2026 fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra og undirfyrirtæki.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun fyrir 2025 ásamt 3ja ára áætlun fyrir árin 2026 - 2028 fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra og undirfyrirtæki til síðari umræðu í sveitarstjórn þann 14. nóvember nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Byggðarráð - 1231. fundur - 11.11.2024

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 fyrir sveitarsjóð og undirfyrirtæki.

Byggðarráð samþykkir framlögð drög og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 385. fundur - 14.11.2024

GJALDSKRÁ FASTEIGNAGJALDA OG ÚTSVARS
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fasteignagjalda og útsvars, ásamt reglum um afslátt af fasteignaskattið árið 2025:

„Útsvar






14,97 %

Fasteignaskattur A-gjald




0,475 % af fm. húss og lóðar
Fasteignaskattur B-gjald




1,32 % af fm. húss og lóðar
Fasteignaskattur C-gjald




1,32 % af fm. húss og lóðar
Lóðarleiga, almennt gjald




10,97 kr. pr. m2
Lóðarleiga, ræktað land




1,53 kr. pr. m2









Holræsagjald






0,21% af fm.húss og lóðar
Vatnsskattur






0,27% af fm. húss og lóðar
Aukavatnsskattur





33 kr. m3

Hreinsun rotþróa:
0-2000 lítra






18.240 kr. pr. þró
2001-4000 lítra




22.470 kr. pr. þró
4001-6000 lítra




24.560 kr. pr. þró
6001 lítra og stærri





6.200 kr. pr. m3


Sorpgjald á íbúðarhúsnæði, regluleg sorphirða.
100.000 kr.
Sorpeyðingargjald, sumarbústaðir og íbúðir í dreifbýli
þar sem ekki er hirt sorp.



43.000 kr.



Lóðarleigu og fasteignaskatt skv. A-, B- og C- gjaldi skal innheimta frá fyrstu skráningu hjá Fasteignamati ríkisins, en holræsagjald, vatnsskatt og sorpgjöld skal innheimta frá þeim tíma að fasteign hefur verið skráð með byggingarstig 4.

Gjalddagar
Gjalddagi gjalda undir kr. 20.000 er 1. maí.
Gjalddagar gjalda sem eru á bilinu kr. 20.001 - 38.000 eru 1. apríl og 1. júlí.

Fasteignagjöld eigna sem eru hærri en kr. 38.000 hafa 8 gjalddaga, frá 1. febrúar 2025 til 1. september 2025.


Reglur um afslátt af fasteignaskatti árið 2025.

Reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega eru vegna íbúðarhúsnæðis þeirra til eigin nota og fyrir þá sem eiga lögheimili í Húnaþingi vestra. Afslátturinn er tekjutengdur og miðaður við árstekjur 2023 samkvæmt skattframtali 2024, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjur og tekur einungis til fasteignaskatts. Hámark afsláttar er kr. 100.000.

Tekjuviðmiðun:
Fyrir einstaklinga:
a)
Með heildartekjur allt að kr. 4.930.000 fær 100% afslátt, þó að hámarki kr. 100.000
b)
Með tekjur umfram kr. 6.652.000 enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a)
Með heildartekjur allt að kr. 6.652.000 fær 100% afslátt, þó að hámarki kr. 100.000
b)
Með heildartekjur umfram kr. 8.797.000 enginn afsláttur.

Hlutfallslegur afsláttur er veittur samkvæmd framangreindu tekjubili.

Skilyrði fyrir niðurfellingu er að viðkomandi búi sjálfur í húsnæðinu og hafi ekki af því leigutekjur. Sé fasteign skráð með leyfi til heimagistingar fellur afsláttur af fasteignagjöldum með öllu niður árið 2025.

Í tilfelli hjóna eða sambýlisfólks, ræður aldur þess sem fyrr verður 67 ára án tillits til þess hvort þeirra er skráð fyrir eigninni.

Við andlát maka styrkir sveitarsjóður eftirlifandi um sömu upphæð og nemur álögðum fasteignaskatti ársins að fullu.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

GJALDSKRÁR TIL EINNAR UMRÆÐU
Lögð fram tillaga að gjaldskrá félagsþjónustu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Grunnskóla Húnaþings vestra, dreifnáms og fjarnámsstofu.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Leikskólans Ásgarðs.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Tónlistarskóla Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá bóka- og héraðsskjalasafns Húnaþings vestra og Félagsmiðstöðvarinnar Óríon.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Slökkviliðs Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá geymslusvæða í Grænulaut.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Félagsheimilisins á Hvammstanga.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá þjónustumiðstöðvar.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

GJALDSKRÁR TIL SEINNI UMRÆÐU
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hirðu, móttöku- og flokkunarstöð úrgangs í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá sorphirðu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hreinsun og losun rotþróa í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hvammstangahöfn, hafnarsjóð.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Vatnsveitu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 385. fundur - 14.11.2024

Lögð fram til seinni umræðu fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra og undirfyrirtækja.
Lögð fram svohljóðandi tillaga:

„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2025, ásamt 3ja ára áætlun fyrir árin 2026 - 2028.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Greinargerð með fjárhagsáætlun 2025

Undanfarin misseri hefur verðbólga á Íslandi farið lækkandi. Þegar unnið var að fjárhagsáætlun ársins 2025 var stuðst við spár Hagstofu Íslands ásamt spám viðskiptabankanna. Gert er ráð fyrir að almenn verðbólga á næsta ári verði 4,5%, en ársverðbólga m.v. 1. október 2024 er 5,1% eftir að hafa farið í 10,2% þann 1. febrúar 2023. Há verðbólga og vaxtastig hefur haft mikil áhrif á fjárhag Húnaþings vestra, en sveitarstjórn hefur brugðist við efnhagsumhverfinu með þeim hætti að draga úr lántökum sveitarfélagsins eins og kostur hefur verið. Vegna þessa er að draga mjög úr fjármagnskostnaði, en árið 2023 var hann 88,5 milljónir, en með 150 milljón króna áætlaðri lántöku árið 2025 er fjármagnskostnaður áætlaður 59,9 milljónir. Þeir fjármunir sem sparast í fjármagnskostnað verða nýttir til góðra verka eins og rakið verður hér á eftir.

Meginástæða þeirrar áherslu sveitarstjórnar að lágmarka lántökur er óhagstætt lánaumhverfi og fjármagnskostnaðurinn sem því fylgir. Þess í stað hefur verið reynt að fjárfesta fyrir eigið fé. Vaxtakjör verðtryggðra lána Lánasjóðs sveitarfélaga eru nú 4,3% á föstum vöxtum vegna 15 ára lánstíma, en síðasta lán sem tekið var árið 2022 er með 3% vöxtum. Árið 2021 var hins vegar hægt að fá lán með 1,02% vöxtum og um tíma var hægt að fá lán á undir 1% vöxtum hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Þannig munar 3,28 milljónum á ársvöxtum 100 milljón króna láns, án verðbólguáhrifa, eftir því hvort að vextirnir eru 1,02% eða 4,3%. Hér er því um nokkrar fjárhæðir að ræða.

Fjármagnskostnaður hækkaði jafnt og þétt á árunum 2019-2022 þegar hann náði hæst rúmum 100 milljónum. Síðan hefur hann lækkað jafnt og þétt vegna fyrrnefndrar áherslu sveitarstjórnar sem skiptir gríðarlegu máli í rekstrinum.Til glöggvunar á þeirri áskorun sem fjármagnskostnaður er í rekstri sveitarfélagsins er hér lögð fram þróun fjármagnskostnaðar A- og B-hluta hin síðari ár:

2019

kr. 13,0 millj.
2020

kr. 29,1 millj.
2021

kr. 54,9 millj.
2022

kr. 103,0 millj.
2023

kr. 88,5 millj.
2024 (áætl.)
kr. 71,0 millj.
2025 (áætl.)
kr. 59,8 millj.



Í fjárhagsáætlun ársins 2024 var gert ráð fyrir 100 milljón króna lántökuheimild, sem stefnt er á að nýta ekki. Væri lánaheimild ársins 2024 fullnýtt má ætla að fjármagnsgjöld árið 2025 yrðu 6,4 milljónum hærri en áætlað er. Áhrifa þess sparnaðar gætir næstu 15 ár sem er sá lánstími sem sveitarfélaginu stendur til boða. Þá fjármuni sem sparast í fjármagnskostnaði má nýta til brýnna verkefna í viðhaldi og fjárfestingum, þau verkefni eru ærin.

Jafnframt hafa lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna haft nokkur áhrif á fjárhag sveitarfélagsins og mun áfram verða. Bæði hafa lögin kallað á aukningu í stöðugildum sérfræðinga til að sinna málaflokknum ásamt því að kaupa þarf að þjónustu til að sinna ábyrgð Húnaþings vestra í kjölfar lagasetningarinnar. Áætlað framlag Jöfnunarsjóðsins vegna ársins 2024 eru 3,5 milljónir svo það er ljóst að stór hluti fellur á sveitarfélagið. Sveitarstjórn hefur brýnt fyrir þingmönnum kjördæmisins og ráðherrum að ríkið þurfi að veita meira fé í málaflokkinn, en lagasetningin var í raun löngu orðin tímabær.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra fagnaði lífskjarasamningunum sem sátt náðist um árið 2024, sem leiddi m.a. til þess að gjaldskrárhækkanir sem fyrst og fremst vörðuðu barnafjölskyldur voru lækkaðar. Stærsti liðurinn í þessum breytingum voru gjaldfrjálsar skólamáltíðir frá og með hausti 2024. Markmið um lækkandi verðbólgu og vaxta í kjölfar lífskjarasamninganna virðist vera að nást hægt og bítandi en mikilvægt er fyrir langtímaáætlanagerð að kjarasamningar séu til langs tíma. Þessi breyting hefur engu að síður haft mikil áhrif á fjárhag sveitarfélagsins. Lagt var upp með að ríkið stæði straum af 75% af tekjutapi sveitarfélaganna með framlagi í gegnum Jöfnunarsjóð. Hins vegar er langur vegur frá því að það standist í tilfelli Húnaþings vestra. Kjarabótin er hins vegar óumdeild fyrir foreldra grunnskólabarna. Foreldrar sem eiga tvö börn í grunnskóla hefðu greitt rúm 210 þúsund fyrir skólamáltíðir barna sinna á árinu 2025 hefði ekki komið til lífskjarasamningsins.

Að lokinni viðbyggingu grunnskólans hefur verið dregið nokkuð úr fjárfestingu og viðhaldi vegna efnahagsumhverfisins sem ríkt hefur á Íslandi. Í fjárhagsáætlun ársins 2025 er gert ráð fyrir verulegri innspýtingu vegna uppsafnaðrar viðhaldsþarfar og jafnframt verður ráðist í auknar fjárfestingar. Af viðhaldsframkvæmdum má t.a.m. nefna 68 milljónir í nauðsynlegt viðhald gatna og gangstétta, 16,5 milljónir í viðhaldsframkvæmdir vatnsveitu samhliða viðhaldi gatna, 14,5 milljónir í viðhaldsframkvæmdir hitaveitu og 36,5 milljónir í viðhaldsframkvæmdir Reykjaeigna. 17,6 milljónir eru áætlaðir í snjómokstur árið 2025, fyrir utan vinnu starfsmanna sveitarfélagsins. Í snjómokstri hefur verið aukið við þjónustu með mokstri á gangstéttum auk þess sem hlutdeild sveitarfélagsins í snjómokstri í dreifbýli hefur aukist gríðarlega á milli ára, en allt árið 2023 var kostnaðurinn 2,4 milljónir á meðan kostnaðurinn er kominn í 7,8 milljónir fyrstu 6 mánuði ársins 2024. Kostnaður vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu vegna vinnu við aðal- og deiliskipulagsáætlanir árið 2025 er í kringum 15 milljónir en endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins er að hefjast. Gjaldfærsla lífeyrisskuldbindinga sveitarfélagsins er áætluð 33,2 milljónir. Áfram mun Húnaþing vestra þurfa að greiða með rekstri málaflokks fatlaðs fólks, en heildargreiðsla til leiðandi sveitarfélags, með 0,25% útsvarshlutfalli, er áætluð 32,7 milljónir.

Útsvarsprósenta ársins 2025 verður óbreytt frá núlíðandi ári, eða 14,97%. Áætlað er að útsvarstekjur muni hækka um 7% frá árinu 2024. Áskorun Húnaþings vestra er hins vegar hve lágt útsvar pr. íbúa er í sveitarfélaginu, á sama tíma og sveitarfélagið verður að halda úti lögbundinni þjónustu. Sem dæmi um áhrif þessa er að hefðu útsvarstekjur pr. íbúa verið þær sömu og á Skagaströnd fyrstu 8 mánuði ársins 2024 hefðu heildarútsvarstekjur Húnaþings vestra verið 95,1 milljónum hærri en þær voru í reynd og 157,1 milljónum hærri hefðu þær verið þær sömu og í Kópavogi. Stóra verkefnið framundan er því að finna leiðir til eflingar atvinnulífs svo útsvarstekjur hækki.

Álagning fasteignaskatts verður áfram 0,475% árið 2025. Sú ákvörðun er ítarlega rökstudd í bókun sveitarstjórnar á 374. fundi sem fram fór þann 17. október sl. Samhliða þessu eru tekjuviðmið reglna um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega hækkuð. Áætlaðar tekjur vegna fasteignagjalda hækka um 10,9% á milli ára, eða um 20,6 milljónir. Gjaldskrá sorphirðugjalda verður óbreytt frá árinu 2024 og verður tekin til endurskoðunar þegar framtíðarfyrirkomulag sorphirðu í sveitarfélaginu verður endanlega orðið ljóst en unnið er að því að leita leiða til að lækka þann kostnað um leið og auknum kröfum um meðhöndlun úrgangs verður mætt. Rétt er að geta þess að enn er verið að greiða með rekstri gámavallarins, en áætlað er að hann muni kosta sveitarfélagið 16,6 milljónir árið 2025.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra ákvað að gjaldskrár yrðu almennt hækkaðar um 4,5% árið 2025, en þó eru gjaldskrár sem varða viðkvæma hópa hækkaðar um 3,5%, svo sem leikskóla. Þess ber einnig að geta að árskort í íþróttamiðstöð voru ekki hækkuð á milli ára.

Samkvæmt þeirri áætlun sem hér er lögð fram er rekstrarafkoma Húnaþings vestra á árinu 2025 áætluð jákvæð um 1,7 milljónir.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra leggur sem fyrr mikið upp úr stuðningi við íþrótta- og tómstundastarf barna. Sveitarfélagið greiðir áframhaldandi fjárframlag til USVH, sem útdeilir því fjármagni til íþróttafélaganna í sveitarfélaginu sem gerir það að verkum að kostnaður foreldra vegna íþróttaiðkunar barna í Húnaþingi vestra er með því lægsta sem gerist á landinu, eða 15 þúsund krónur á önn óháð fjölda íþróttagreina sem börn leggja stund á. Frístundastyrkur til foreldra 0 - 18 ára barna verður kr. 25.000 árið 2025, en styrkurinn hefur hækkað um 25% frá árinu 2023. Auk þess er nú gerð sú breyting að styrkurinn nær til barna frá fæðingu í stað 6 ára áður. Íþróttafélögin, sem njóta ekki eingöngu fjárhagslegs styrks frá sveitarfélaginu heldur einnig gjaldfrjálsra afnota af íþróttamannvirkjum, bjóða upp á afar fjölbreytt íþróttastarf. Húnaþing vestra greiðir líkt og undanfarin ár akstursstyrki til foreldra í dreifbýli sem þurfa að keyra börn sín sérstaklega til og frá æfingum.

Húnaþing vestra veitir fjölmörgum félagasamtökum og menningarverkefnum styrki á árinu 2025 að fjárhæð alls 19,8 milljónir króna. Því til viðbótar eru greiddir styrkir til leikfélaga, styrkir vegna fasteignagjalda félagasamtaka, hitaveitu til félaga, afnota íþróttafélaga af íþróttamannvirkjum o.fl.

Í fjárhagsáætlun ársins 2025 er gert ráð fyrir að áfram verði fjármagni veitt í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra sem stofnaður var árið 2014 og það hækkað um 500 þúsund, í 2,5 milljónir. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvöðla- og nýsköpunarstarf í sveitarfélaginu. Sjóðurinn hefur sannað gildi sitt sem mikilvægur stuðningur við nýsköpun og atvinnuþróun í sveitarfélaginu.

Fjárfesting ársins mun aukast verulega og verða alls 253,5 milljónir árið 2025 samanborið við 50 milljónir á árinu 2024. Ber þar hæst að nefna áframhaldandi endurbætur á Félagsheimilinu Hvammstanga, byggingu aðstöðuhúss við íþróttavöllinn í Kirkjuhvammi, fjárfestingu Vatnsveitu sem og fjárfestingu Hitaveitu.

Þrátt fyrir þær áskoranir sem sveitarstjórn hefur staðið frammi fyrir í rekstri sveitarfélagsins stendur reksturinn vel og stenst öll viðmið Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Húnaþing vestra fékk því ekki bréf frá nefndinni nú á haustdögum, líkt og fjölmörg önnur sveitarfélög.

Helstu lykiltölur fjárhagsáætlunar 2025-2028 eru eftirfarandi (upphæðir eru í þúsundum króna):




Landbúnaðarráð - 215. fundur - 04.12.2024

Sveitarstjóri fór yfir fjárhagsramma ráðsins fyrir árið 2025.
Var efnið á síðunni hjálplegt?