Byggðarráð

1229. fundur 14. október 2024 kl. 14:00 - 15:46 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2408023Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 fyrir sveitarsjóð og undirfyrirtæki til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 17. október 2024.

2.Viðverustefna Húnaþings vestra

Málsnúmer 2409017Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 1222. fundar byggðarráðs þann 9. september sl. þar sem samþykkt var að kalla eftir umsögnum starfsmanna um stefnuna. Var það gert með fresti til 11. október sl. Ein umsögn barst sem innihélt ekki efnislegar athugasemdir. Viðverustefnan er því lögð fram í óbreyttri mynd. Byggðarráð samþykkir framlagða stefnu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Sala á Hlíðarvegi 25

Málsnúmer 2409030Vakta málsnúmer

Byggðarráð veitir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra, kt. 160673-3119, fullt og ótakmarkað umboð til að ganga frá sölu á íbúð að Hlíðarvegi 25, neðri hæð norður, fastanúmer 221-4010. Umboðið nær til þess að undirrita kaupsamning, uppgjör, afsal, skuldabréf og öll önnur nauðsynleg skjöl vegna sölu framangreindrar eignar.

4.Umsókn um styrk árið 2025

Málsnúmer 2410015Vakta málsnúmer

Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að skoða málið með rekstrarstjóra.

5.Umsókn um lóð - Lindarvegur 1A

Málsnúmer 2410019Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að úthluta Berg verktökum ehf. lóðina Lindarveg 1A, landnúmer 226-127, með þeim skilmálum sem um lóðina gilda skv. deiliskipulagi og reglum um úthlutun lóða í Húnaþingi vestra frá 1. janúar 2023.

Fundi slitið - kl. 15:46.

Var efnið á síðunni hjálplegt?