Sala á Hlíðarvegi 25

Málsnúmer 2409030

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1229. fundur - 14.10.2024

Staðfesting á heimild til sölu á Hlíðarvegi 25 í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar á 371. fundi sem haldinn var þann 14. september 2023.
Byggðarráð veitir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra, kt. 160673-3119, fullt og ótakmarkað umboð til að ganga frá sölu á íbúð að Hlíðarvegi 25, neðri hæð norður, fastanúmer 221-4010. Umboðið nær til þess að undirrita kaupsamning, uppgjör, afsal, skuldabréf og öll önnur nauðsynleg skjöl vegna sölu framangreindrar eignar.

Byggðarráð - 1232. fundur - 18.11.2024

Opnun tilboða.
Auglýst var eftir tilboðum í fasteignina að Hlíðarvegi 25, neðri hæð norðan megin, með fresti til kl. 11, mánudaginn 18. nóvember 2024.

Eftirtalið tilboð barst:
Andri Freyr Bender og Anja Malagowska buðu kr. 21,7 milljónir í eignina.

Byggðarráð samþykkir framlagt tilboð og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi þar um með fyrirvara um endanlega fjármögnun.


Var efnið á síðunni hjálplegt?