Byggðarráð

1232. fundur 18. nóvember 2024 kl. 14:00 - 15:22 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Sala á Hlíðarvegi 25

Málsnúmer 2409030Vakta málsnúmer

Opnun tilboða.
Auglýst var eftir tilboðum í fasteignina að Hlíðarvegi 25, neðri hæð norðan megin, með fresti til kl. 11, mánudaginn 18. nóvember 2024.

Eftirtalið tilboð barst:
Andri Freyr Bender og Anja Malagowska buðu kr. 21,7 milljónir í eignina.

Byggðarráð samþykkir framlagt tilboð og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi þar um með fyrirvara um endanlega fjármögnun.


2.Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2025-2029

Málsnúmer 2411023Vakta málsnúmer

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra óska eftir hugmyndum og tillögum sveitarfélaga að áhersluverkefnum fyrir sóknaráætlun.
Sveitarstjóra er falið að setja fram tillögur að áhersluverkefnum og senda samtökunum.

3.Reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks - breytingar á reglum

Málsnúmer 2411024Vakta málsnúmer

Drög að breytingum á reglum barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands lögð fram. Reglurnar snúa að veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar skv. ákvæðum barnaverndarlaga.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Beiðni um afslátt af húsaleigu vegna jólamarkaðar í Félagsheimilinu Hvammstanga

Málsnúmer 2411028Vakta málsnúmer

Kristín Guðmundsdóttir óskar eftir afslætti af húsaleigu vegna jólamarkaðar.
Byggðarráð samþykkir veitingu afsláttar vegna viðburða í samfélagsþágu.

5.Beiðni um framlengingu leigusamnings

Málsnúmer 2409084Vakta málsnúmer

Rúnar Kristjánsson óskar eftir framlengingu á leigusamningi íbúðar að Garðavegi 18 nh. til 31. janúar 2025.
Byggðarráð samþykkir framlengingu leigusamnings til 31. janúar 2025. Ekki verður um frekari framlengingar að ræða.

6.Fulltrúi Skógarplantna ehf. kom til fundar við byggðarráð

Málsnúmer 2411034Vakta málsnúmer

Björn Líndal, fulltrúi Skógarplantna ehf, kom til fundar við byggðarráð og fór yfir stöðu verkefnisins. Byggðarráð þakkar greinargóða yfirferð.

Fundi slitið - kl. 15:22.

Var efnið á síðunni hjálplegt?