Reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks - breytingar á reglum

Málsnúmer 2411024

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1232. fundur - 18.11.2024

Drög að breytingum á reglum barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands lögð fram. Reglurnar snúa að veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar skv. ákvæðum barnaverndarlaga.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 386. fundur - 12.12.2024

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?