Viðverustefna Húnaþings vestra

Málsnúmer 2409017

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1222. fundur - 09.09.2024

Lögð fram drög að viðverustefnu Húnaþings vestra. Byggðarráð samþykkir að drögin, með áorðnum breytingum, verði sett í samráð meðal starfsmanna sveitarfélagsins.

Byggðarráð - 1229. fundur - 14.10.2024

Áður á dagskrá 1222. fundar byggðarráðs þann 9. september sl. þar sem samþykkt var að kalla eftir umsögnum starfsmanna um stefnuna. Var það gert með fresti til 11. október sl. Ein umsögn barst sem innihélt ekki efnislegar athugasemdir. Viðverustefnan er því lögð fram í óbreyttri mynd. Byggðarráð samþykkir framlagða stefnu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 17.10.2024

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðverustefnu Húnaþings vestra.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?