Sveitarstjórn

384. fundur 17. október 2024 kl. 15:00 - 17:06 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Þorleifur Karl Eggertsson oddviti
  • Magnús Magnússon varaoddviti
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ingimar Sigurðsson aðalmaður
  • Viktor Ingi Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Oddviti setti fund.



Formaður byggðarráðs kynnti fundargerðina.

1.Byggðarráð - 1224

Málsnúmer 2409003FVakta málsnúmer

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1224 Lögð fram beiðni Sigrúnar Evu Þórisdóttur um launalaust leyfi í eitt ár frá störfum sínum við Grunnskóla Húnaþings vestra. Fyrir liggur jákvæð umsögn skólastjóra. Byggðarráð samþykkir beiðnina í samræmi við Reglur Húnaþings vestra um veitingu launalausra leyfa.
  • Byggðarráð - 1224 Lagt fram boð á 8. haustþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem fram fer 15. október nk. á Blönduósi. Fulltrúar Húnaþings vestra á þinginu eru Þorleifur Karl Eggertsson, Magnús Magnússon, Magnús Eðvaldsson, Sigríður Ólafsdóttir og Elín Lilja Gunnarsdóttir. Einnig situr sveitarstjóri þingið með málfrelsi og tillögurétt.
  • Byggðarráð - 1224 Lögð fram beiðni slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra um viðbótarfjárveitingu á árinu 2024 vegna endurnýjunar bílaflota liðsins. Um er að ræða kaup á tveimur bílum og verða tveir bílar seldir. Með breytingunum er viðbragð slökkviliðsins bætt til muna og þar með öryggi íbúa sveitarfélagsins. Kostnaður við breytingarnar er kr. 12 milljónir. Byggarráð samþykkir beiðnina og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1224 Áður á dagskrá 1214. fundar byggðarráðs sem haldinn var þann 22. maí sl. þar sem ferli málsins er rakið. Fulltrúar sveitarfélagsins funduðu með eigendum eignarinnar að Norðurbraut 30 og fulltrúum þeirra í júní sl. Í framhaldi var farið heildstætt yfir málið. Samþykkt er að leggja fram lokatilboð til uppgjörs í tilefni af lokum lóðarleigusamninga auk ítrekunar á boði um niðurrif og förgun eignarinnar. Gefinn verður lokafrestur til að rýma eignina. Lögmönnum sveitarfélagsins er falið að vinna málið áfram með sveitarstjóra.
  • Byggðarráð - 1224 Áður á dagskrá 1214. fundar byggðarráðs sem haldinn var þann 22. maí sl. þar sem ferli málsins er rakið. Fulltrúar sveitarfélagsins funduðu með eigenda eignarinnar að Norðurbraut 32 og fulltrúum hans í júní sl. Í framhaldi var farið heildstætt yfir málið. Samþykkt er að leggja fram lokatilboð til uppgjörs í tilefni af lokum lóðarleigusamninga auk ítrekunar á boði um niðurrif og förgun eignarinnar og að fjarlægja þrær og malarhaug við steypusíló að Norðurbraut 32. Gefinn verður lokafrestur til að rýma eignina. Lögmönnum sveitarfélagsins er falið að vinna málið áfram með sveitarstjóra.
  • Byggðarráð - 1224 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 1224 Áður á dagskrá 1220. fundar byggðrráðs sem fram fór þann 6. ágúst sl. Lögð fram drög að samningi milli Fjarskiptasjóðs og Húnaþings vestra um stuðning við ljósleiðaravæðingu lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli. Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Formaður byggðarráðs kynnti fundargerðina.

2.Byggðarráð - 1225

Málsnúmer 2409005FVakta málsnúmer

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1225 Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs kom til fundar við byggðarráð og kynnti vinnu sem staðið hefur yfir við samþættingu heimaþjónustu fyrir aldraða í tengslum við verkefnið Gott að eldast. Starfshópur verkefnisins hefur unnið að útfærslu samþættingar þjónustu sem veitt er á vegum Húnaþings vestra annars vegar og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands hinsvegar (HVE) og liggja fyrir drög að þjónustusamningi um samþættinguna. Markmið samningsins er að veita heildræna og skilvirka samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu við fólk í heimahúsi og stuðla þannig að öruggri búsetu eldra fólks sem lengst heima, við sem eðlilegastar aðstæður. Með þjónustusamningnum mun HVE taka að sér rekstur heimastuðnings á grundvelli VII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum. Felur breytingin í sér að starfsmenn Húnaþings vestra sem veitt hafa heimaþjónustu verða starfsmenn HVE og halda sínum kjörum og réttindum að fullu. Húnaþing vestra greiðir HVE mánaðarlega þá upphæð sem ella færi í rekstur þjónustunnar. Því er ekki um að ræða aukna fjárhagsskuldbindingu af hálfu sveitarfélagsins heldur er markmið samningsins að bæta þjónustu við eldra fólk í sveitarfélaginu og nýta þá fjármuni sem til ráðstöfunar eru betur með samþættingu og samstarfi.
    Byggðarráð þakkar Sigurði greinargóða yfirferð.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1225 Áður á dagskrá 1221. fundar byggðarráðs sem haldinn var þann 26. ágúst sl. Lögð fram tilkynning frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um samþykki á umsókn Húnaþings vestra fyrir hönd Brákar íbúðarfélags hses. á stofnframlagi á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Samþykkt er að veita 18% stofnframlag og sérstakt byggðaframlag vegna byggingar 8 íbúða að Norðurbraut 15. Eins og fram kemur í bókun 1221. fundar er skuldbinding Húnaþings vestra í verkefninu alls kr. 48.106.449. Þar kemur einnig fram að Húnaþing vestra mun fjármagna sinn hlut með opinberum gjöldum og sölu eigna í samræmi við tillögur starfshóps um fasteignir, jarðir og lendur í eigu sveitarfélagsins sem samþykkt var á 371. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var þann 14. september 2023.

    Einnig lögð fram drög að auglýsingu eftir byggingarverktökum.

    Byggðarráð fagnar niðurstöðu umsóknarinnar enda er þörf á uppbyggingu leiguhúsnæðis í sveitarfélaginu mikil. Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að verkefninu í samstarfi við Brák íbúðafélag.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1225 Lögð fram beiðni gönguhóps á Laugarbakka um lagfæringar á 180 m. löngum göngustíg frá þéttbýlinu á Laugarbakka að þjóðvegi. Byggðarráð þakkar erindið og felur sveitarstjóra að skoða málið með rekstrarstjóra.
  • Byggðarráð - 1225 Á 1209. fundi byggðarráðs sem haldinn var þann 25. mars sl. var samþykkt viljayfirlýsing milli sveitarfélagsins og Leigufélagsins Bríetar ehf. um uppbyggingu leiguíbúða, yfirtöku eigna og styrkingu leigumarkaðar í sveitarfélaginu á vegum Bríetar. Í samkomulaginu felst að Bríet muni kaupa tvær eignir í byggingu á Hvammstanga auk þess að auglýsa eftir byggingaraðilum til samstarfs vegna kaupa Bríetar á tveimur íbúðum til viðbótar á árinu 2025. Húnaþing vestra muni leggja 6 eignir í eigu sveitarfélagsins inn í Bríeti í gegnum svokölluð yfirtökuverkefni og mun Bríet annast útleigu á þeim eignum. Jafnframt muni Húnaþing vestra tryggja aðgengi að lóðum vegna þeirrar íbúðauppbyggingar sem fyrirhuguð er. Viljayfirlýsingin samræmist markmiðum Bríetar um að vera hluti af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar sem stuðlar að öryggi á langtímaleigumarkaði með sérstaka áherslu á landsbyggðina og í samstarfi við sveitarfélögin í landinu. Langtímamarkmið Bríetar er að stuðla að nýsköpun og uppbyggingu þar sem þörf er á því á landsbyggðinni. Félagið er sjálfstætt starfandi leigufélag í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og sveitarfélaganna, stofnað að norrænni fyrirmynd og rekið án hagnaðarsjónarmiða.

    Á 371. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var þann 14. september 2023 voru tillögur starfshóps um fasteignir, jarðir og lendur í eigu sveitarfélagsins samþykktar. Þar kom fram að ástand íbúða að Gilsbakka 5, 7, 9, og 11 skyldi skoðað og þær metnar með tilliti til framtíðarnýtingar þeirra sem leiguíbúða. Mat það liggur fyrir og ljóst að komið er að verulegu viðhaldi á íbúðunum, einnig er skortur á leiguíbúðum í sveitarfélaginu og brýnt að þeim fækki ekki. Í ljósi þess og í samræmi við framangreinda viljayfirlýsingu hafa Húnaþing vestra og Leigufélagið Bríet komist að samkomulagi um yfirtöku Bríetar á íbúðunum gegn eignarhlut sveitarfélagsins í félaginu. Felur það í sér að Bríet eignast íbúðirnar, yfirtekur núgildandi leigusamninga, tekur að sér endurbætur á íbúðunum og allan rekstur þeirra.

    Lagðir fram útreikningar á virði íbúðanna að frádreginni viðhaldsþörf. Eignarhlutur Húnaþings vestra í Leigufélaginu Bríeti eftir yfirtöku verður 1,25%.

    Byggðarráð samþykkir yfirtöku Leigufélagsins Bríetar á íbúðunum að Gilsbakka 5, 7, 9 og 11. Byggðarráð veitir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra, kt. 160673-3119, fullt og ótakmarkað umboð til að ganga frá yfirtöku Leigufélagsins Bríetar á íbúðunum að Gilsbakka 5 (213-3727), Gilsbakka 7 (213-3729), Gilsbakka 9 (213-3732) og Gilsbakka 11 (231-3733). Umboðið nær til þess að undirrita kaupsamning, uppgjör, afsal, skuldabréf og öll önnur nauðsynleg skjöl vegna yfirtöku framangreindra eigna.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1225 Lagt fram til kynningar afrit bréfs til landeiganda um fyrirhugaða afskráningu hluta Melstaðavegar nr. 7055-01 af vegaskrá. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er ekki föst búseta lengur á jörðinni og uppfyllir vegurinn því ekki lengur skilyrði þess að teljast til þjóðvega.
  • Byggðarráð - 1225 Lagt fram boð á Hafnasambandsþing sem fram fer 24. og 25. október nk. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri verður fulltrúi Húnaþings vestra á þinginu.
  • Byggðarráð - 1225 Lögð fram til kynningar.
Formaður byggðarráðs kynnti fundargerðina.

3.Byggðarráð - 1226

Málsnúmer 2409009FVakta málsnúmer

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Formaður byggðarráðs kynnti fundargerðina.

4.Byggðarráð - 1227

Málsnúmer 2409007FVakta málsnúmer

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1227 Styrktarsamningur milli stjórnar hátíðarinnar Eldur í Húnaþingi og sveitarfélagsins rennur út á þessu ári. Fulltrúar stjórnar hátíðarinnar komu til fundar við byggðarráð til að fara yfir áherslur við endurnýjun samningsins. Fram til þessa hefur sveitarfélagið stutt hátíðina með 650 þúsund króna framlagi á ári. Byggðarráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að stuðningurinn verði hækkaður í eina milljón króna á ári ásamt því að hátíðin hafi gjaldfrjáls afnot af Félagsheimilinu Hvammstanga ásamt nokkrum öðrum húsakynnum sveitarfélagsins fyrir viðburði hátíðarinnar. Samsvarar þetta ríflega tvöföldun á stuðningi sveitarfélagsins við hátíðina.
    Byggðarráð þakkar þeim sem haldið hafa utan um framkvæmd Elds í Húnaþingi vel unnin störf í gegnum árin. Hátíðin er afar mikilvægur þáttur í atvinnu- og menningarlífi samfélagsins og brýnt að svo verði áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1227 Lögð fram beiðni Antons Scheel Birgissonar og Guðrúnar Gróu Þorsteinsdóttur um framlengingu leigusamnings vegna íbúðar á Garðavegi 18, efri hæð, um eitt ár. Byggðarráð samþykkir framlengingu leigusamnings um eitt ár, frá 1. desember 2024.
  • Byggðarráð - 1227 Lagt fram erindi frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra um gerð samstarfssamnings milli setursins og Húnaþings vestra. Markmið samningsins er að efla þekkingar- og rannsóknastarf í sveitarfélaginu og á Norðurlandi vestra ásamt því að festa í sessi starfsemi setursins í landshlutanum. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samninginn með framlagi upp á kr. 500 þúsund enda verði það til þess að efla fræðasamfélag í sveitarfélaginu og landshlutanum öllum. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1227 Lagðar fram reglur um stuðningsfjölskyldur frá Skagafirði sem leiðandi sveitarfélags í málefnum fatlaðs fólks. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Byggðarráð - 1227 Dagana 23.-25. september kom ítrekað upp rafmagnsrof vegna vinnu við aðveitustöð í Hrútatungu. Upplýsingagjöf vegna rafmagnsleysins var ábótavant auk þess sem fyrirvarinn var skammur. Á þessum tíma árs er Sláturhús Kaupfélags Vestur Húnvetninga á Hvammstanga rekið á hámarks afköstum og kom ítrekað straumrof verulega illa við starfsemi þess sem skipulögð er viku til tíu daga fram í tímann. Stöðva þurfti vinnslulínu ítrekað með tilheyrandi óþægindum og fjárhagslegu tjóni. Áhrifin voru jafnframt nokkur á rekstur Hitaveitu Húnaþings vestra sem leiddi af sér fjárhagslegt tjón. Fleiri aðilar urðu fyrir verulegum óþægindum vegna lélegrar upplýsingagjafar og skamms fyrirvara. Kvörtunum var komið á framfæri við RARIK vegna þessa og funduðu sveitarstjóri, oddviti og formaður byggðarráðs með fulltrúum RARIK í framhaldinu. Einkum voru gerðar athugasemdir við upplýsingagjöf og skamman fyrirvara. Einnig voru gerðar athugasemdir við að varaafl var ekki til staðar í nægu magni auk þess sem aðrar aðveituleiðir önnuðu ekki álagi. Jafnframt var gerð athugasemd við að nauðsynleg straumrof sem aðgerðinni fylgdu hafi ekki verið framkvæmd að kvöldi eða nóttu til svo áhrif á íbúa og atvinnustarfsemi væru lágmörkuð.
    Aðgerðin var raforkuöryggi svæðisins brýn og hafði staðið til um nokkurt skeið. Við flóknar aðgerðir sem þessar geta alltaf komið upp ófyrirsjáanleg atvik sem leiða til frekari bilana líkt og gerðist í þessu tilviki. Byggðarráð sýnir því fullan skilning. Við slíkar aðstæður er undirbúningur og upplýsingamiðlun þess mikilvægari og brýnt að helstu hagaðilar séu hafðir með í því samtali sem á sér stað í aðdragandanum. Ráðið bindur vonir við að samtal það sem fram fór við fulltrúa RARIK leiði til þess að tillit verði tekið til athugasemda í framtíðar framkvæmdum sem leiða af sér straumrof svo áhrif þess á samfélagið verði lágmörkuð.
  • Byggðarráð - 1227 Lögð fram beiðni Rúnars Kristjánssonar um leigu á íbúð að Garðavegi 18, í einn mánuð, frá 1.-30. nóvember. Byggðarráð samþykkir beiðnina.
  • Byggðarráð - 1227 Lagt fram boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 9. október nk. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
  • Byggðarráð - 1227 Lögð fram beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um námsgögn þar sem kveðið er um að námsgögn í grunnskólum verði gjaldfrjáls. Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið enda hafa námsgögn ásamt ritföngum verið gjaldfrjáls í Grunnskóla Húnaþings vestra um árabil.
  • Byggðarráð - 1227 Í samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk. Húnaþing vestra er aðili að þjónustusamningi um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra þar sem Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag. Fagráð um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra og Byggðarráð Skagafjarðar hafa bókað umsögn um drög að umræddri reglugerð. Byggðarráð Húnaþings vestra tekur undir þá umsögn og gerir að sinni:

    „Vísað er til þess að hagaðilar eru hvattir til að veita umsögn um drögin og þá sérstaklega þær tillögur sem snúa að því að hætta úthlutun á grundvelli raunkostnaðar til hliðar við almenna úthlutun á grundvelli stuðningsþarfa.

    Almennt
    Fjármögnun og fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólks hafa verið í umræðunni í langan tíma. Ýmsir starfshópar hafa verið að störfum sem hafa skilað skýrslum. Nú síðast í febrúar 2024 kom fram skýrsla um kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk. Ljóst er að síðasta samkomulag ríkis og sveitarfélaga um aðgerðir til að ná betur utan um kostnaðarauka í málaflokknum dugar ekki til. Skagafjörður leggur áherslu á að leggja þarf til aukna fjármuni til málaflokksins umfram þá sem myndast við árlegan tekjuvöxt sveitarfélaga.

    Hætta úthlutun á grundvelli raunkostnaðar til hliðar við almenna úthlutun á grundvelli stuðingsþarfa
    Eins og fram kemur í drögum er lagt til að gerð verði breyting á núgildandi framkvæmd og nefndar tvær leiðir til að afnema undanþágu vegna veitingu framlaga á grunni raunkostnaðar þ.e. leið A og leið B.
    Tillaga A - gert er ráð fyrir því að ekki verði heimilt að greiða framlög vegna notenda, eldri en sjö ára, sem ekki hafa fengið samræmt mat stuðningsþarfa (SIS mat). Ef ekki liggur fyrir mat á stuðningsþörf notenda sem aldurs síns vegna hefur ekki getað fengið slíkt mat er heimilt að ákvarða útgjaldaþörf hans út frá raunkostnaði.
    Tillaga B - gert er ráð fyrir því að heimilt verði að greiða framlög vegna notenda eldri en sjö ára sem ekki hafa fengið samræmt mat stuðningsþarfa (SIS mat) en ber þá að miða stuðningsflokk þeirra við flokk 5.
    Skagafjörður tekur undir mikilvægi þess að afnema undanþágu vegna veitingu framlaga á grunni raunkosnaðar og mælir með tillögu A.
    Markmið laga nr. 38/2018 er að fatlað fólk skuli eiga rétt á allri almennri þjónustu ríkis og sveitarfélaga, reynist þörf fatlaðs einstaklings fyrir þjónustu eða þörf fyrir stuðningi meiri eða sérhæfðari en svo að henni sé fullnægt innan almennrar þjónustu, skal veita viðbótarþjónustu samkvæmt fyrrgreindum lögum. Lögin gera einnig ráð fyrir að við mat á stuðningsþörfum skuli stuðst við samræmdar aðferðir. Samræmt mat á stuðningsþörf er því mikilvægt til að gæta að jafnræði einstaklinga til þjónustu sem og til að gæta að jafnræði sveitarfélaga/þjónusvæða til fjármögnunar þjónustu. Mikilvægt er að Jöfnunarsjóður hafi haft forgöngu um samræmt mat á stuðningsþörf á landsvísu (SIS mat). Fram kemur í skýringum Ráðgjafar- og greingarstöðvar sem annast framkvæmd matsins að markmið með matinu sé að nýta niðurstöður til úthlutunar fjármagns og er mikilvægur liður í gerð einstaklingsbundinna þjónustuáætlana sbr. lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Samræmt mat stuðlar að því að auka lífsgæði og stuðlar að auknum mannréttindum.

    Viðmiðmiðunardagsetning fyrir samræmt mat á stuðningsþörfum verði 1. október ár hvert
    Þegar viðmiðunardagsetning fyrir endanlegan útreikning framlaga er sett er mikilvægt að hafa í huga hvernig skipulag framkvæmdar matsins er í heimabyggð eftir að umsókn er samþykkt. Tilhögun í dag er sú að hvert landsvæði fær úthlutað tíma á ákveðnum tímabilum. Á þjónustusvæði Skagafjarðar nær það fram í september/október ár hvert, viðmiðunardagsetning í reglugerð kemur sér því illa í því samhengi.

    Viðbótarframlög felld út
    Ljóst er að framlögin voru tilkomin vegna verulegs íþyngjandi kostaðar umfram tekjur við yfirfærslu málaflokksins til sveitarfélaga. Íþyngjandi kostnaður er m.a. tilkominn vegna leiguskuldbindinga. Með því að fella framlögin út munu sveitarfélög ekki standa jafnfætis varðandi húsnæðiskostnað.

    Innviðaframlag skýrt nánar með verklagsreglum
    Jákvætt er að settar verði verklagsreglur um framkvæmdina. Mikilvægt er að geta brugðist við breytingum á skipan þjónustusvæða en gæta þarf einnig að uppbyggingu þjónustu í nærumhverfi innan þjónustusvæða þ.e. meta þjónustuuppbyggingu jafnhliða stærð svæða.

    Samandregið
    Skagafjörður leggur áherslu á framangreinda liði, ekki eru gerðar athugasemdir við aðrar breytingar í reglugerðardrögunum. Mikilvægt er að ný reglugerð komi í veg fyrir að það sé tvöfalt kerfi í gangi við mat á úthlutun. Með því að leggja aukna áherslu á samræmt mat á stuðningsþörf á landsvísu og telja matið til útgjaldaþarfar þjónustusvæða er meira gagnsæi í fjármögnun á milli þjónustusvæða, að því gefnu að innviðaframlag sé vel skilgreint með verklagsreglum sem taka mið af uppbyggingu þjónustu innan þjónustusvæða. Rétt er að geta þess að verulega íþyngjandi er fyrir fjármögnun NPA samninga að búið sé að fella ákvæði um 25% framlag ríkisins til gerðra samninga."


Formaður byggðarráðs kynnti fundargerðina.

5.Byggðarráð - 1228

Málsnúmer 2410001FVakta málsnúmer

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Formaður byggðarráðs kynnti fundargerðina.

6.Byggðarráð - 1229

Málsnúmer 2410002FVakta málsnúmer

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1229 Byggðarráð samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 fyrir sveitarsjóð og undirfyrirtæki til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 17. október 2024.
  • Byggðarráð - 1229 Áður á dagskrá 1222. fundar byggðarráðs þann 9. september sl. þar sem samþykkt var að kalla eftir umsögnum starfsmanna um stefnuna. Var það gert með fresti til 11. október sl. Ein umsögn barst sem innihélt ekki efnislegar athugasemdir. Viðverustefnan er því lögð fram í óbreyttri mynd. Byggðarráð samþykkir framlagða stefnu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Byggðarráð - 1229 Byggðarráð veitir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra, kt. 160673-3119, fullt og ótakmarkað umboð til að ganga frá sölu á íbúð að Hlíðarvegi 25, neðri hæð norður, fastanúmer 221-4010. Umboðið nær til þess að undirrita kaupsamning, uppgjör, afsal, skuldabréf og öll önnur nauðsynleg skjöl vegna sölu framangreindrar eignar.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1229 Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að skoða málið með rekstrarstjóra.
  • Byggðarráð - 1229 Byggðarráð samþykkir að úthluta Berg verktökum ehf. lóðina Lindarveg 1A, landnúmer 226-127, með þeim skilmálum sem um lóðina gilda skv. deiliskipulagi og reglum um úthlutun lóða í Húnaþingi vestra frá 1. janúar 2023. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Formaður fræðsluráðs kynnti fundargerðina.

7.Fræðsluráð - 248

Málsnúmer 2409006FVakta málsnúmer

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 7.1 2409060 Tónlistarskóli Húnaþings vestra - starfið 2024-2025
    Fræðsluráð - 248 Skólastjóri tónlistarskóla fór yfir starfsemi tónlistarskólans og veturinn framundan. Nemendafjöldi er 82, þar af 8 nemendur í forskólahóp í leikskóla. Tölverðar breytingar eru í starfsmannahópnum en starfsmenn eru 8. Helstu breytingar eru hóptímar þar sem unnið er með samspil í hljómsveit. Aukið hefur verið við hljóðfærasafn skólans. Einnig var greint frá að ný aðalnámskrá tónlistarskóla er í vinnslu og skólinn fylgist með þeirri vinnu.
  • 7.2 2409059 Leikskólinn Ásgarður - starfið 2024-2025
    Fræðsluráð - 248 Skólastjóri leikskóla boðaði forföll og dagskrárlið er því frestað.
  • 7.3 2409061 Menntastefna Húnaþings vestra
    Fræðsluráð - 248 Skólastjórnendur grunnskóla fóru yfir helstu atriði af sameiginlegum starfsdegi grunn- leik- og tónlistarskóla þar sem menntastefna var rýnd. Þar var unnið með hugmyndir eins og umhverfisdaga, útikennslusvæði og bókadag. Einnig var ákveðið að í stað þess að gera sérstaka framkvæmdaáætlun verði hún samþætt umbótaáætlunum skólanna. Verið er að undirbúa markmið í heilsueflandi skóla sem tengjast menntastefnunni beint.
  • 7.4 2409058 Grunnskóli Húnaþings vestra - starfið 2024-2025
    Fræðsluráð - 248 Skólastjórnendur grunnskóla fór yfir starfsemi grunnskólans og veturinn framundan. Nemendafjöldi er 123 og starfsmenn er um 40. Færri stuðningsfulltrúar eru við störf en fleiri kennarastöður til að efla stoðþjónustu.
    Skólastjórnendur sögðu frá valgreinadegi, menntabúðum, árshátíð o.fl. Skólinn tekur þátt í stóru Erasmus verkefni er varðar námsefni um loftslagsmál. Fjórir nemendur taka þátt, tveir starfsmenn úr skólanum og tveir starfsmenn frá Selasetri Íslands. Pönnuvöllur er kominn á lóðina og von er á klifurvegg innanhúss sem er gjöf frá Kvenfélaginu Björk. Símalaus skóli gengur vel og hefur mjög góð áhrif á samskipti og staðblæ í skólanum.
  • 7.5 2409057 Skólabúðirnar að Reykjum - starfið 2024-2025
    Fræðsluráð - 248 Forstöðumaður Skólabúða á Reykjum fór yfir starfsemi skólabúðanna og veturinn framundan. Nemendafjöldi er um 3600 á ári, og starfsmenn eru 9. Starfið er með svipuðu sniði og síðasta ár og ánægja hjá kennurum og nemendum sem sækja starfið.
  • 7.6 2310067 Fundargerðir farsældarteymis
    Fræðsluráð - 248 Fundargerðir farsældarteymis lagðar fram til kynningar.
  • 7.7 2401004 Helstu verkefni Fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2024
    Fræðsluráð - 248 Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu verkefni á fjölskyldusviði frá síðasta fundi. Þar má nefna bækling/samantekt um frístundastarf í Húnaþingi vestra, samfélagsmiðstöð, íbúafund og fundi með nemendum, skýrslur vegna styrkja sem veittir voru vegna Krakkasveiflunnar, Klúbbastarf á skólatíma, þjónustukönnun og starfsmannakönnun Íþróttamiðstöðvar, endurmenntunaráætlun og starfsáætlun. Mál til afgreiðslu og í vinnslu voru 77 og einstaklingsmál 77.

Formaður landbúnaðarráðs kynnti fundargerðina.

8.Landbúnaðarráð - 213

Málsnúmer 2409010FVakta málsnúmer

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 8.1 2406059 Svar Vegagerðarinnar vegna afgreiðslu umsóknar um fjármagn til viðhalds styrkvega
    Landbúnaðarráð - 213 Áður á dagskrá 211. fundar landbúnaðarráðs sem haldinn var þann 3. júlí 2024. Lagt fram svar Vegagerðarinnar við beiðni ráðsins um heildarlista úthlutunar ásamt rökstuðningi fyrir úthlutun. Í svari Vegagerðarinnar er heildarlisti úthlutunar en rökstuðningur fylgir ekki. Í svarinu kemur jafnframt fram að heildarfjárhæð til úthlutunar hafi farið lækkandi undanfarin ár, úr 182 milljónum 2022 í 114,5 í ár. Í samtölu með sundurliðun kemur hins vegar fram að úthlutun nemi 95 milljónum. Í svarinu kemur auk þess fram að við úthlutun sé litið til umfangs og rökstuðnings. Sveitarstjóra er falið að kalla eftir nánari upplýsingum, svo sem matsblaði vegna mats á umsóknum. Einnig óskar ráðið eftir að framvegis fylgi tilkynningu um úthlutun sundurliðaður listi yfir úthlutun hvers árs og þær upplýsingar gerðar aðgengilegar á heimasíðu Vegagerðarinnar eins og almennt er gert þegar fjármunum er úthlutað úr opinberum sjóðum.
  • 8.2 2409085 Vetrarveiði á ref veturinn 2024/2025
    Landbúnaðarráð - 213 Landbúnaðarráð óskar eftir að fá kr. 1.500.000 í fjárveitingu á árinu 2024 til vetrarveiða á ref. Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir aðilum til vetrarveiða á ref með umsóknarfresti til 1. nóvember næstkomandi, með fyrirvara um að fjármagn fáist.
  • 8.3 2409086 Uppgjör sumarvinnu fjallskiladeilda
    Landbúnaðarráð - 213 Uppgjör sumarvinnu fjallskiladeilda hafa ekki borist en frestur til að skila reikningum var til 30. september. Sveitarstjóra er falið að kalla eftir upplýsingum frá deildunum.
Oddviti kynnti fundargerðina.

9.Félagsmálaráð - 257

Málsnúmer 2409008FVakta málsnúmer

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 9.1 2310067 Fundargerðir farsældarteymis
    Félagsmálaráð - 257 Fundargerðir farsældarteymis lagðar fram til kynningar.
  • 9.2 2409068 Innleiðing á endurskoðuðu örorkulífeyriskerfi - gerð samnings um samstarf þjónustuaðila á sviði endurhæfingar
    Félagsmálaráð - 257 Kynnt voru drög að samningi um samstarf þjónustuaðila vegna endurhæfingar. Nokkur teymi verða á landinu og Húnaþing vestra mun tilheyra teymi á Vesturlandi undir stjórn Tryggingastofnunar.
  • 9.3 2409063 Reglur um stuðningsfjölskyldur
    Félagsmálaráð - 257 Kynntar reglur Skagafjarðar um stuðningsfjölskyldur. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra og gilda reglurnar því fyrir skjólstæðinga í Húnaþingi vestra.
  • 9.4 2408031 Úthlutun íbúðar 101 í Nestúni
    Félagsmálaráð - 257 Hólmfríður Sigurðardóttir hafnaði íbúð 101 sem henni var úthlutað á síðasta fundi félagsmálaráðs. Íbúðinni var því úthlutað til Ásu Ólafsdóttur sem var næst á lista samkvæmt matsblaði.
  • 9.5 2310068 Gott að eldast
    Félagsmálaráð - 257 Henrike Wappler fór yfir stöðu verkefnisins. Samningur er tilbúinn og búið er að segja starfsfólki heimaþjónustu upp og bjóða þeim sambærilegt starf hjá HVE frá og með 1. janúar 2025. Starfsaðstaða verður á sjúkrahúsinu á Hvammstanga og endurbætur á því húsnæði að hefjast. Stefnt er á að koma upplýsingaefni til íbúa fljótlega sem og halda íbúafund.
  • 9.6 2401004 Helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2024
    Félagsmálaráð - 257 Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu verkefni sviðsins frá síðasta fundi. Almenn mál til afgreiðslu/vinnslu eru 70 og einstaklingsmál 77.
  • 9.7 2409083 Starfsáætlun fjölskyldusviðs 2025
    Félagsmálaráð - 257 Starfsáætlun fjölskyldusviðs lögð fram til kynningar.
Formaður skipulags- og umhverfisráðs kynnti fundargerðina.

10.Skipulags- og umhverfisráð - 370

Málsnúmer 2409011FVakta málsnúmer

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 370 Skipulagstillagan hefur verið auglýst frá 31. júlí til 13. september 2024.
    Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma.

    Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Rarik, Mílu og Skipulagsstofnun.

    Míla og Rarik óska eftir því að samráð sé haft þegar framkvæmdir hefjast.

    Nefndin tekur undir það að samráð sé unnið með veituaðilum.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna skv.1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
    Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 370 Skipulagstillagan hefur verið auglýst frá 31. júlí til 13. september 2024.
    Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma.

    Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun Íslands, Rarik, Mílu og Skipulagsstofnun.

    Míla og Rarik óska eftir því að samráð sé haft áður en framkvæmdir hefjast á lóðinni.

    Nefndin tekur undir það að samráð sé unnið með veituaðilum.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna skv.1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
    Bókun fundar Lögð fram eftirfarandi tillaga:
    "Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins vegna framkominnar ábendingar frá Vegagerðinni".
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 370 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera engar athugasemdir við skipulagstillöguna. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 370 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera engar athugasemdir við endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 370 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja hnitsetningu lóða. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 370 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 370 Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu um stofnun lóðar undir byggingu vélageymslu/skemmu í gamla þorpinu á Borðeyri. Með hliðsjón af verndarsvæði í byggð sem unnin var 2018 um elsta hluta Borðeyrar "plássið" samkvæmt lögum nr. 87/2015 og reglugerð nr. 575/2016, er mikilvægt að viðhalda menningarsögulegu gildi verslunarstaðarins. Nefndin telur að slíkt mannvirki myndi rýra heildarásýnd svæðisins og stefna í hættu varðveislu sögulegs arfleifðar, sem er lykilatriði í framtíðaruppbyggingu Borðeyrar sem verndarsvæðis.

    Skipulagsfulltrúa er falið að vinna með málsaðilum um möguleika á byggingarreit sem er í eigu sveitarfélagsins á Borðeyri sem er utan verndarsvæðis.
    Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 370 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna skv.2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Grenndarkynna þarf fyrir eigendum að Þórðartröð 10, Garðarströð 1, Jónströð 6.7.8 og Hallartröð 2.
    Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 370 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

11.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2408023Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hirðu, móttöku- og flokkunarstöð úrgangs í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá sorphirðu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hreinsun og losun rotþróa í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hvammstangahöfn, hafnarsjóð.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Vatnsveitu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2408023Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun fyrir 2025 ásamt 3ja ára áætlun fyrir árin 2026 - 2028 fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra og undirfyrirtæki til síðari umræðu í sveitarstjórn þann 14. nóvember nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Fyrirspurn vegna fasteignagjalda

Málsnúmer 2410016Vakta málsnúmer

Fyrirspurnin er svohljóðandi:

Við undirrituð, íbúar og eigendur fasteigna í Húnaþingi vestra, óskum eftir skýringum og rökum frá sveitarstjórn Húnaþings vestra, fyrir háum fasteignagjöldum í sveitarfélaginu.
Hver er stefna og framtíðarsýn sveitarstjórnar í rekstri sveitarfélagsins með tilliti til álagningar fasteignagjalda? Hyggst sveitarstjórn leggja meiri álögur á eigendur fasteigna?
Verður tekið til í rekstri sveitarfélagsins og fasteignagjöld lækkuð?

Lögð fram tillaga að bókun:

"Sveitarstjórn þakkar áhugann á rekstri sveitarfélagsins og er bæði ljúft og skylt að svara fyrirspurnum íbúa nú sem endranær. Áður en þeim er svarað er farið stuttlega yfir samanburð á gjöldum ásamt samspili tekjustofna sveitarfélaga.

Samanburður fasteignagjalda á landsvísu

Á heimasíðu Byggðastofnunar er að finna mælaborð þar sem teknar eru saman uppýsingar um fasteignagjöld í byggðakjörnum um land allt. Er þar gengið út frá viðmiðunareign til að tryggja að gjöld séu borin saman á réttum forsendum og er sú eign einbýlishús sem er 161,1 m² og 476 m³ að stærð á 808 m² lóð. Fasteignagjöld eru síðan reiknuð út samkvæmt gildandi gjaldskrám viðkomandi sveitarfélaga. Mælaborðið gefur tækifæri til að skoða gjaldtöku á fasteignir brotið niður á gjaldaliði, þ.e. fasteignaskatta, lóðarleigu, fráveitugjald, vatnsgjald og sorpgjald.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma á mælaborðinu eru meðalfasteignagjöld á landinu á árinu 2024 án sorpgjalda 392 þúsund kr. en með sorpgjöldum 469 þúsund kr. Þegar litið er á fasteignagjöld í Húnaþingi vestra á mælaborði (á Hvammstanga) eru þau án sorpgjalda um 390 þúsund kr. eða rétt undir landsmeðaltali. Ef litið er til gjalda með sorpgjöldum eru þau um 490 þús kr. eða 4,5% yfir landsmeðaltali. Eins og kunnugt er hækkuðu sorpgjöld verulega á árinu 2023 þegar sveitarfélögum var gert óheimilt að niðurgreiða gjöldin sem leiddi til hækkunar heildargjalda nánast um allt land. Fram að því hafði Húnaþing vestra niðurgreitt kostnað við málaflokkinn um langt árabil um allt að 50% og með því lækkað álögur á fasteignir verulega.

Í ljósi framangreinds er því vísað á bug að álögur á fasteignir í Húnaþingi vestra séu óeðlilega háar í samanburði við önnur sveitarfélög eins og ítrekað hefur komið upp í umræðunni á undanförnum vikum. Samanburður verður að byggja á sömu forsendum og sömu gjaldaliðum en misjafnt er milli sveitarfélaga hvort sömu gjaldaliðir eru inni á álagningarseðli fasteignagjalda, stærð eigna getur verið breytileg, fasteignamat ólíkt o.s. frv.

Á mælaborði Byggðastofnunar má vissulega finna sveitarfélög þar sem heildarálagning í krónutölu er minni en í Húnaþingi vestra en þar er líka að finna sveitarfélög þar sem álagningin er hærri sem gjarnan helgast af ólíku fasteignamati viðkomandi eignar. Þó fasteignamat hafi farið hækkandi undarnafarin ár í Húnaþingi vestra eru engu að síður til þau sveitarfélög þar sem hækkunin hefur verið enn meiri sem hefur bein áhrif á upphæð gjalda.

Til glöggvunar fylgja hér nokkur dæmi um heildarálagningu, með sorpgjöldum, ásamt fasteignamati viðmiðunareignar Byggðastofnunar. Áhugasömum er bent á að skoða mælaborð Byggðastofnunar:
Kópavogur, Kórar
Fasteignamat 112,4 millj.
Heildarfasteignagjöld 396,899.-
Skagaströnd

Fasteignamat 34,5 millj.
Heildarfasteignagjöld 457,376.-
Grafarholt

Fasteignamat 108,9 millj.
Heildarfasteignagjöld 459,370.-
Búðardalur

Fasteignamat 34,1 millj.
Heildarfasteignagjöld 462,683.-
Hrafnagil

Fasteignamat 59,4 millj.
Heildarfasteignagjöld 472,898.-
Akureyri, efri brekka
Fasteignamat 83,1 millj.
Heildarfasteignagjöld 475,957.-
Hvammstangi
Fasteignamat 40 millj.
Heildarfasteignagjöld 490,379.-
Blönduós

Fasteignamat 40,1 millj.
Heildarfasteignagjöld 557,204.-
Sauðárkrókur

Fasteignamat 59,8 millj.
Heildarfasteignagjöld 609,445.-
Borgarnes

Fasteignamat 62,2 millj.
Heildarfasteignagjöld 634,979.-
Seltjarnarnes

Fasteignamat 123,9 millj.
Heildarfasteignagjöld 676,979.-

Tekjustofnar sveitarfélaga

Fasteignagjöld eru annar tveggja megin tekjustofna sveitarfélaga. Hinn stofninn er útsvar. Þegar tekjur sveitarfélaga eru skoðaðar þarf því að skoða báða stofnana í samhengi. Því miður er það svo að atvinnutekjur í Húnaþingi vestra eru með þeim lægri á landinu sem gerir það að verkum að útsvarstekjur sveitarfélagsins eru sömuleiðis með þeim lægstu pr. íbúa. Þegar miðað er við áætlaðar útsvarstekjur ársins 2024 fyrir tímabilið janúar - ágúst eru útsvartekjur pr. íbúa í nokkrum sveitarfélögum eftirfarandi (miðað við íbúafjölda 1. janúar 2024):

Dalabyggð

421,483.-
Húnaþing vestra
433,733.-
Húnabyggð

440,612.-
Borgarbyggð

449,235.-
Eyjafjarðarsveit
475,988.-
Skagafjörður

493,604.-
Dalvíkurbyggð
500,898.-
Skagaströnd

512,203.-
Akureyrarbær

520,312.-
Reykjavíkurborg
531,188.-
Kópavogsbær

563,341.-
Seltjarnarnes

590,739.-

Eins og sjá má eru útsvarstekjur pr. íbúa í Húnaþingi vestra næst lægstar af þeim sveitarfélögum sem hér eru talin til. Hefur það veruleg áhrif á heildartekjur sveitarfélagsins. Væru útsvarstekjur pr. íbúa í sveitarfélaginu þær sömu og á Skagaströnd væru útsvarstekjurnar 95 milljónum hærri fyrstu 8 mánuði ársins. Því er hér um verulegar fjárhæðir að ræða.

Þrátt fyrir lægri útsvarstekjur en víða annarsstaðar er þjónustustig í Húnaþingi vestra hátt og síst lægra en í þeim sveitarfélögum sem við berum okkur saman við. Hefur það verið keppikefli sveitarstjórnar undanfarin ár að viðhalda því. Lögbundin verkefni sveitarfélaga eru þau sömu um allt land sama þó útsvarstekjur séu lágar og mörg þeirra afar kostnaðarsöm. Stóra verkefnið á komandi misserum hlýtur því að verða það að stuðla að uppbyggingu atvinnustarfsemi sem leið til að auka útsvarstekjur.

Samhliða þessu er sífellt verið að setja auknar kröfur á sveitarfélög og hefur verkefnum þeirra verið að fjölga. Til dæmis er krafa um gerð og eftirfylgni ýmissa stefna og áætlana, svo sem málstefnu, persónuverndarstefnu, þjónustustefnu og loftslagsstefnu. Jafnlaunavottun er lögbundin og kallar á reglulega endurskoðun. Krafa er gerð um stafræna þróun. Farsældarlög sem snúa að velferð barna hafa leitt af sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélög, bæði á grunn- og leikskólastigi. Ekki síst gera íbúar kröfur til sveitarfélagsins um þjónustu og ásýnd. Áfram mætti lengi telja.

Svör við fyrirspurn

Eins og fram hefur komið eru fasteignagjöld í Húnaþingi vestra í samræmi við meðaltal viðmiðunareignar Byggðastofnunar. Það er því ekki um það að ræða að gjöld í Húnaþingi vestra séu hærri en eðlilegt getur talist þó þau hafi vissulega hækkað með hækkuðu fasteignamati undanfarinna ára. Að sama skapi hefur verðmæti eigna í sveitarfélaginu aukist. Viðmiðunareignin var árið 2019 metin á 26,6 milljónir en árið 2024 40 milljónir sem skilar sér í hærri eignarhlut fasteignaeigenda í eignum sínum, er um að ræða 50% hækkun á 5 árum. Hér að framan hefur einnig verið sýnt fram á að hinn stóri tekjustofn sveitarfélagsins, útsvarið, er ekki að skila eins miklu og í þeim sveitarfélögum sem við berum okkur saman við. Þrátt fyrir það eru fasteignagjöld í Húnaþingi vestra í kringum landsmeðaltal og jafnvel lægri en í sveitarfélögum sem hafa mun hærri útsvarstekjur pr. íbúa.

Árin í kjölfar heimsfaraldurs hafa verið þung í rekstri sveitarfélaga. Há verðbólga og hátt vaxtastig hafa gert það að verkum að lántökur hafa ekki verið fýsilegar og fjármagnskostnaður verið íþyngjandi fyrir sveitarfélög. Þó er skuldahlutfallið (skuldir sem hlutfall af tekjum) í Húnaþingi vestra aðeins 68% þegar hámark samkvæmt fjármálareglum er 150%. Á fjárhagsáætlun yfirstandandi árs voru fjárfestingar settar í sögulegt lágmark, 35 milljónir, til að mæta auknum fjármagnskostnaði til að unnt væri að skila áætluninni réttu megin við núllið eins og reglur kveða á um og koma í veg fyrir enn hærri álögur og/eða skerðingu á þjónustu. Vinna við fjárhagsáætlun næsta árs stendur nú yfir og í fyrstu drögum hennar er gert ráð fyrir um það bil 7 sinnum meira fjármagni í fjárfestingar enda hefur safnast upp innviðaskuld í brýnum og kostnaðarsömum verkefnum. Auk eignfærðra fjárfestinga er gert ráð fyrir verulegum auknum fjármunum til rekstrar eigna og ber þar lang hæst áætlanir um endurbætur á götum og á gangstéttum, verkefni sem eru orðin afar brýn en hafa orðið að víkja í áætlunum fyrri ára.

Stefna sveitarstjórnar er og verður sú að leitast verði við að halda álögum á íbúa í lágmarki. Hins vegar verður reksturinn að ganga upp og það verður að vera hægt að ráðast í nauðsynleg viðhaldsverkefni án mikillar lántöku. Sífelld frestun slíkra verkefna getur orðið afar kostnaðarsöm. Skuldir sveitarfélagsins eru í dag um milljarður króna og hefur með aðhaldi í rekstri tekist að halda lántöku í lágmarki undanfarin ár. Í fjárhagsáætlun ársins 2024 var gert ráð fyrir lántöku að fjárhæð kr. 100 millj. og 79,9 millj.kr. fjármagnkostnaði m.v. 5,5% ársverðbólgu. Væri verðbólgan í 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans væri fjármagnskostnaðurinn kr. 46,5 millj.kr. Þrátt fyrir lántökuheimildina verður í lengstu lög reynt nýta hana ekki, en við það myndu sparast kr. 3,5 millj. í fjármagnskostnað árið 2024 og kr. 6,4 milljónir árið 2025 m.v. 4,5% ársverðbólgu og hærra vaxtastigs nýrra lána árið 2025 en á eldra lánasafni sveitarfélagsins. Áhrif þessa sparnaðar gætir næstu 12 ár sem er sá lánstími sem sveitarfélaginu stendur til boða. Peninga sem með þessu sparast er hægt að nota til góðra verka.

Við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert er reksturinn rýndur ofan í kjölinn. Forstöðumenn fara í gegnum sína starfsemi og skoða hvar hægt er að hagræða og gera betur. Settar eru fram óskir um verkefni og fjárfestingar og metið með tilliti til stöðu sveitarsjóðs hvað hægt er að ráðast í. Þessu til viðbótar hafa einstaka svið og stofnanir verið rýnd sérstaklega með tilliti til verkefna og rekstrar með reglulegu millibili. Tiltekt í rekstri er því viðvarandi og eiga forstöðumenn stofnana þakkir skyldar fyrir sitt framlag í því verkefni. Ráðdeild í rekstri er stöðugt verkefni og má aldrei missa sjónar á því.

Allar lykiltölur sveitarfélagsins sýna að rekstur þess er í góðu jafnvægi. Undanfarin ár hafa verið sveitarfélögunum þung eins og fram hefur komið, sérstaklega þeim skuldsettustu, í kjölfar heimsfaraldurs og vegna hárrar verðbólgu og hás vaxtastigs. Þrátt fyrir það er skuldahlutfallið skv. ársreikningi ársins 2023, 68,4% og lækkaði um rúm 15% frá árinu á undan. Vegna viðbyggingar við Grunnskólann hækkaði skuldahlutfallið nokkuð frá árinu 2019 og fór hæst í rúm 83% á meðan á því verkefni stóð með tilheyrandi auknum fjármagnskostnaði en hefur lækkað hratt síðan með skynsömum rekstri. Fjármuni sem hefðu annars farið í fjármagnskostnað er því nú hægt að nota til góðra verka.

Fyrir þau sem áhuga hafa á að rýna einstaka lykilstærðir í rekstri sveitarfélagsins er að finna mælaborð á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga, www.samband.is. Þar er m.a. hægt að bera saman sveitarfélög.

Eins og fram hefur komið er það stefna sveitarstjórnar að halda álögum í lágmarki en að sama skapi verður að reka sveitarfélagið réttu megin við núllið og nægt fjármagn verður að vera til svo ráðast megi í nauðsynlegar framkvæmdir, bæði viðhalds- og nýframkvæmdir.

Óheimilt er samkvæmt fjármálareglum að skila fjárhagsáætlun með tapi. Því er gert ráð fyrir því í drögum að fjárhagsáætlun 2025 að álag fasteignagjalda verði óbreytt frá árinu 2024 en á móti verði ráðist í umfangsmiklar framkvæmdir sem löngu eru orðnar tímabærar. Má þar nefna endurnýjun gatna og gangstétta eins og áður hefur komið fram, áframhaldandi framkvæmdir við Félagsheimilið Hvammstanga, endurnýjun dreifikerfis hitaveitu o.fl.

Vert er að taka fram að fjárhagsáætlun telst ekki samþykkt fyrr en að síðari umræða hefur farið fram."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Höfðabraut 27 - ósk um breytingu á notkun lóðar á aðalskipulagi 2014-2026

Málsnúmer 2403007Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
"Sveitarstjórn samþykkir óverulega breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Reglur um stuðningsfjölskyldur

Málsnúmer 2409063Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur Skagafjarðar um stuðningsfjölskyldur.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Viðverustefna Húnaþings vestra

Málsnúmer 2409017Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðverustefnu Húnaþings vestra.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Ráðning slökkviliðsstjóra Brunarvarna Húnaþings vestra

Málsnúmer 2408030Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir ráðningu Vals Freys Halldórssonar í 75% starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra frá 1. nóvember nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

18.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 2311018Vakta málsnúmer

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:06.

Var efnið á síðunni hjálplegt?