Ósk um breytingu á aðalskipulagi 2014-2026

Málsnúmer 2403007

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1208. fundur - 18.03.2024

Lagt fram bréf frá Höfðabraut ehf. með beiðni um breytingu á aðalskipulagi. Byggðarráð heimilar að hafin verði vinna við breytingar á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014 -2026 á lóð Höfðabrautar 27 á Hvammstanga. Fyrirhuguð breyting snýr að breyttri notkun lóðar úr Iðnaðarlóð (I-2) í verslunar- og þjónustulóð (VÞ). Byggðaráð metur fyrirhugaðar breytingar á gildandi aðalskipulagi séu óverulegar og telur að ekki sé ástæða til meðferðar skv. 30. - 32. gr. skipulagslaga. Breyting þessi mun ekki hafa mikil áhrif á aðliggjandi íbúa né umhverfið í kring. Skipulagsbreyting er í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

Byggðaráð vill árétta við umsækjanda að skv. gjaldskrá sem tók gildi þann 1. janúar 2024 er innheimt gjald fyrir aðkeypta vinnu vegna breytinga á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisráð - 368. fundur - 06.06.2024

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 17.10.2024

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
"Sveitarstjórn samþykkir óverulega breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?