Reglur um stuðningsfjölskyldur

Málsnúmer 2409063

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1227. fundur - 30.09.2024

Lagðar fram reglur um stuðningsfjölskyldur frá Skagafirði sem leiðandi sveitarfélags í málefnum fatlaðs fólks. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Félagsmálaráð - 257. fundur - 02.10.2024

Kynntar reglur Skagafjarðar um stuðningsfjölskyldur. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra og gilda reglurnar því fyrir skjólstæðinga í Húnaþingi vestra.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 17.10.2024

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur Skagafjarðar um stuðningsfjölskyldur.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?